Samanburður á eignum

Borgabraut, Hólmavík

Borgabraut 15, 510 Hólmavík
29.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 19.08.2019 kl 13.36

 • EV Númer: 1012952
 • Verð: 29.900.000kr
 • Stærð: 261.3 m²
 • Byggingarár: 1973
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu fasteignina Borgabraut 15, Strandabyggð.  Um er að ræða einbýlishús á glæsilegum útsýnisstað í Hólmavík.  Húsið er samtals 261,3 fm að stærð frá árinu 1973. 

Húsið er byggt árið 1973 og er skráð 261,3 m2. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum björtum bílskúr. Gengið er inn á neðri hæð. Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu þaðan sem gengið er inn í forstofuherbergi (var þvottahús, er núna gestaherbergi), gestasalerni, milliherbergi/geymslu og þaðan er gengið inn í bílskúr. Þvottarými er í bílskúr og góðar geymslur inn af honum. Úr forstofu er teppalagður stigagangur upp á efri hæð, komið er inn á gang þar sem opið er inn í stóra stofu með borðstofu, þaðan er gengið út á svalir og út í garð. Á aðra hönd er stórt eldhús með eldhúskrók (og frábæru útsýni). Á hina höndina er gengið inn á svefnherbergisgang þar sem eru fjögur svefnherbergi, tvö lítil, eitt örlítð stærra og ágætlega stórt hjónaherbergi. Baðherbergi er við enda gangsins þar sem er bað og sturta. Gólf á efri hæð eru með parketi en herbergi með dúk. Fyrir utan húsið er hellulagt bílaplan sem rúmar vel 3-4 bíla og hellulögð stétt að útidyrum. Garðurinn er stór og einfaldur í sniðum með fallegri steinahleðslu við götu. Að ofan rennur garðurinn upp í Borgirnar fyrir ofan og er frábært að taka morgungönguna beint út í fallega náttúruna og njóta útsýnisins.
Þar sem húsið er stórt og rúmgott með 5 svefnherbergjum eru ýmsir kostir í stöðunni fyrir áhugasama kaupendur. Húsið gæti hentað stórri barnafjölskyldu sem býr á staðnum, það gæti hentað sem sumarhús fyrir eina eða fleiri fjölskyldur saman. Einnig gæti húsið hentað mjög vel í Airbnb eða sambærilega útleigu. Auðvelt væri að útbúa fleiri herbergi eða litla íbúð í bílskúr í þeim tilgangi.

Útsýnið úr húsinu er stórfenglegt út yfir Steingrímsfjörðinn og yfir að Vatnsnesinu handan Húnaflóans. Ekki er óalgengt að hvalir sjáist á firðinum með tilheyrandi gusugangi og sporðaköstum, stundum er eins og sjóði á firðinum þegar loðnu- eða makríltorfur fara um og fuglalífið er ríkulegt allt um kring.
Á Hólmavík er alla helstu þjónustu að finna, s.s. heislugæslu, apótek, kaupfélag, sparisjóð og pósthús. Þar eru veitingastaðirnir Café Riis og Galdur Restaurant auk þess sem er grill í kaupfélaginu. Mjög góð sundlaug er á staðnum og gólfvöllur steinsnar frá. Galdrasýning á Ströndum er á Hólmavík og Sauðfjársetur á Ströndum er aðeins sunnar í sveitinni.
Sannkallað draumahús í fallegri náttúruparadís
 
The house at Borgabraut 15 in Hólmavík is hereby advertised for sale or for long-term lease. The sale price is 29.9 million ISK, but the rent per month would be 150 thousand ISK. The house can possibly be rented with some furniture.
The house is built in 1973 and its size is listed 261.3 m2. The house is on two floors with a bright built-in garage. The entrance is on the lower floor. There is a spacious tiled hallway, which leads to a guest room (used to be laundry room), a storage room and a garage. There is a laundry corner in the garage and a good separate storage space. From the entrance hall is a carpeted staircase to the upper floor, entering into a large living room with dining room, from which there is a balcony and a garden. On one side from the hallway there is a large kitchen (with a wonderful view). On the other side, there is a bedroom corridor, where there are four bedrooms, two small ones, one little larger and a master bedroom. A bathroom with bath and shower is at the end of the corridor. The floors on the upper floor are with hard wood floors and the rooms with linoleum flooring. In front of the house there is a car parking with paving stones that accommodates well 3-4 cars and a walkway to the front door. The garden is large and simple in shape with a beautiful stone work towards the street. In the back of the house, the garden rises into the hills and it is great to take the morning walk straight into the beautiful nature and enjoy the view.
Because the house is large and spacious with 5 bedrooms, there are various options for the interested buyers. The house might suit a large family living in Hólmavík, or it could be suitable as a cottage for one or more families together. Also, the house could be suitable for Airbnb or comparable rent. It would be easy to create more rooms or small apartments in the garage for this purpose.


The view from the house is over Steingrímsfjörður and across to Vatnsnes beyond the Húnaflói bay is magnificent. It is not uncommon for whales to be seen on the fjord with the associated splash and whale tails. Sometimes it is like the fjord is boiling when a shoal of bream of capelin or mackerel pass and the birdlife is abundant all around.
All major services are available in Hólmavík, such as health care center, pharmacy, grocery store, savings bank and post office. There are the restaurants Café Riis and Restaurant Galdur, as well as a Grill in the grocery store. A great swimming pool is in Hólmavík and a golf course is just outside of the town. The Museum of Icelandic Sorcery and Witchcraft is in Hólmavík, and the Sheep Farming Museum is 12 km south of Hólmavík.
This property is a true dream house in a beautiful nature paradise.

Tilvísunarnúmer 14-0847

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is fasteignir.is/mbl.is/fasteignir/  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

Magnús Leopoldsson lögg.  fasteignasali gsm. 892 6000  magnus@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm. 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 29.900.000kr
 • Fasteignamat 20.000.000kr
 • Brunabótamat 60.750.000kr
 • Áhvílandi 16.338.730kr
 • Tegund Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1973
 • Stærð 261.3m2
 • Herbergi 6
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Skráð á vef: 19. ágúst 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Borgabraut
 • Bær/Borg 510 Hólmavík
 • Svæði: Vestfirðir
 • Póstnúmer 510
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

María Magnúsdóttir
María Magnúsdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum