Forstofa er með flísum á gólfi og þar er mjög gott skápapláss.
Stofa og eldhús mynda saman opið fallegt alrými með einstöku útsýni.
Eldhús er með vandaðir innréttingu frá HTH, eldunareyja með háfi þar yfir, tengi fyrir uppþvottavél. Inn af eldhúsi er geymsla. Stofa er mjög björt með stórum útsýnisgluggum en frá stofu er einnig útgengt á verönd. Önnur verönd er útgengt á frá enda herbergjahols.
Tvö svefnherbergi bæði mjög rúmgóð með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, mjög rúmgott en þar er baðkar,sturta, upphengt klósett og skápainnrétting með handlaug og spegil þar fyrir ofan.
Þvottahús er innan íbúðar með flísalögðu gólfi.
Stéttar næst húsi eru hellulagðar og snjóbræðslulögn í gangstíg framan við húsið. Bílastæði eru malbikuð.
Þetta er ný, rúmgóð og falleg íbúð með útsýni í sérflokki.
Eignin er laus strax.
Nánari upplýsingar veitir Atli S. Sigvarðsson löggiltur fasteignasali í síma 899-1178 eða atli@miklaborg.is
Skoða allar myndir