NÁNARI LÝSING:Gengið inn í sérlega rúmgóða forstofu. Stórt hol þar sem opið er upp á efri hæðina og stór steinsteyptur stigi er í holi.
SKIPULAG NEÐRI HÆÐAR: Úr holinu er gengið inn á gestasalerni. Eldhús er sérlega rúmgott og er með stórum borðkrók, búri og fallegri, vandaðri innréttingu. Inn af eldhúsi er gengið inn í geymslu, þaðan í þvottahús og inn í tvöfaldan bílskúr. Bakinngangur er úr geymslunni. Stofurnar eru þrjár á hæðinni. Gengið er tvö þrep niður í bjarta arinstofu. Borðstofan og stofan eru samliggjandi og báðar rúmgóðar. Út af stofu er sólskáli í s-austur. Gengið er úr sólskála út á verönd með heitum potti og þaðan í fallegan og vel hirtann garð.Gengið er úr holinu upp á efri hæð upp steinsteyptan stiga með fallegri lofthvelfingu með innfelldri lýsingu sem vísar í stjörnurnar á himnum.
SKIPULAG EFRI HÆÐAR: Rúmgott hol sem leiðir þig í allar vistaverur hæðarinnar. Hjónasvítan er sérlega rúmgóð og inn af henni er stórt fataherbergi og rúmgott baðherbergi. Á baðherbergi er baðkar með innfelldri næturlýsingu, sturtuklefi, falleg innrétting og stórir gluggar. Úr hjónasvítu er útgengt á svalir í austur með fallegu útsýni. Á hæðinni eru þrjú barnaherbergi. Barnaherbergi I er með skápum og er um 12 fm. Barnaherbergi II er um 22 fm og er L-laga. Barnaherbergi III er einnig um 22 fm. Baðherbergi á hæðinni er með baðkari og sturtu. Úr holi er gengið út á fallegar svalir í suður með stórkostlegu útsýni.
SKIPULAG KJALLARA: Gangur. Stórt skrifstofuherbergi/svefnherbergi með geymslu inn af. Lítill salur er í kjallara sem nýttur er í dag sem hobby herbergi. Í vesturenda hússins er stór æfingasalur og inn af honum baðherbergi og tengi fyrir sauna.
GÓLFEFNI: Vandað gegnheilt parket er á flestum gólfum á móti fallegum Versace flísum.
Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is
Skoða allar myndir