Samanburður á eignum

Geitastekkur, Reykjavík

Geitastekkur 9, 109 Reykjavík
89.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 18.10.2018 kl 12.04

 • EV Númer: 1221617
 • Verð: 89.900.000kr
 • Stærð: 295.5 m²
 • Baðherbergi: 3
 • Byggingarár: 1969
 • Tegund: Einbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignasalan TORG  kynnir: Fallegt, bjart og vel skipulagt einbýlishús, með tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi.   Húsið er á einni hæð og hálfri hæð, skráð samtals samkvæmt F.M.R.  295,5 fm., Efri hæðin er skráð  180, fm.neðri hæðin 87 fm. og bílskúrinn er skráður 28 fm. Frábær staðsetning innst í botnlanga í grónu og rólegum hverfi.  Eignin getur losnað fljótlega.
Hafið samband við Dórotheu E. Jóhannsdóttur fasteignasala í gsm: 898-3326, 
dorothea@fstorg.is

Nánari lýsing:
Húsið skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, skrifstofuherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, rúmgott þvottahús, búr, svefnherbergisálmu með 3-4 svefnherbergjum  og baðherbergi. 
Á neðri hæð er tveggja herbergja íbúð.

Komið er inn í flísalagt anddyri með fatahengi. Inn af því er nýlega standsett flísalögð gestasnyrting. Gengið er inn gott hol log þaðan er hægt að ganga út á timburverönd. Á hægri hönd í holi er rúmgott skrifstofuherbergi og  inn af svefnherbergiálman.
Á vinstri hönd úr holi er rúmgóð og björt stofa með aukinni lofthæð. Inn af stofu er borðstofa, opið er á milli og þar eru dökkar náttúruflísar á gólfi. Inn af borðstofu er eldhús, einnig er hægt að ganga inn í eldhúsið úr holi.
Eldhúsið er nýlega endurnýjað, það er rúmgott með fallegri hvítlakkaðri og eikarinnréttingu þar er borðkrókur við glugga. Góð gaseldavél. Inn af eldhúsi er gott búr og þvottahús með opnalegum gluggum og sér útgangi.
Á svefnherbergisgangi eru þrjú svefnherbergi, skápar eru í tveimur þeirra með dúk á gólfi. Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi og innaf því er  fataherbergi, með dúk á gólfi. (var svefnherbergi lítið mál að breyta)
Aðalbaðherbergið er endurnýjað á mjög smekklegan hátt og  með sturtu, flísum á veggjum og á gólfi. Góðu skápaplássi.
Við endann á svefnherbergisgangi er hringstigi niður á neðri hæð, þar er í dag rúmgóð tveggja herbergja íbúð með gluggum til vesturs og sér inngangi. Stofa og eldhús í opnu rými, þar er sér inngangur. Herbergið er rúmgott og baðherbergið er nýlega standsett, flísalagt með rúmgóðri sturtu. Bílskúrinn er sérstæður.
Garður er frágenginn, hiti er í stétt og innkeyrslu við bílskúr.

Fallegt  fjölskylduhús í grónu og rólegu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Liggur vel við stofnbrautum, í hverfinu er leikskólar, grunnskóli og öll þjónusta.
Hafið samband við Dórotheu E. Jóhannsdóttur fasteignasala í gsm: 898-3326, dorothea@fstorg.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG  bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 89.900.000kr
 • Fasteignamat 75.850.000kr
 • Brunabótamat 78.820.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús
 • Bygginarár 1969
 • Stærð 295.5m2
 • Herbergi 10
 • Baðherbergi 3
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Skráð á vef: 18. október 2018
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

28 m² 1969

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Geitastekkur
 • Bær/Borg 109 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 109
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Sigríður Rut Stanleysdóttir
Sigríður Rut Stanleysdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Stuðlasel, Reykjavík

99.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Einbýlishús

Ásmundur Skeggjason

2 mánuðir síðan

99.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Einbýlishús

2 mánuðir síðan

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Ljárskógar, Reykjavík

98.500.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 213.8

Einbýlishús

Dan Valgarð S. Wiium

1 vika síðan

98.500.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 213.8

Einbýlishús

1 vika síðan