Samanburður á eignum

Amtmannshúsið, Snæfellsbæ

Amtmannshúsið , 356 Snæfellsbæ
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 11.02.2019 kl 16.59

 • EV Númer: 1274222
 • Stærð: 202.8 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Einbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir Amtmannshúsið Arnarstapa, einstaka sögulega húseign sem upprunalega var byggð á árunum 1774-1787 fyrir dönsku konungsverslunina. Mögnuð staðsetning á 5900 fm lóð með óhindruðu útsýni að ströndinni. Fjögur svefnherbergi og tvær stofur auk vinnustofu með snyrtingu og svefnlofti, hjallur, skemma og bátaskýli. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Eignin er 110,1 fm einbýlishús, 13 fm steinhlaðinn hjallur með torfþaki og 79,7 fm bygging með  22 fm vinnustofu auk svefnlofts, 24,9 fm skemmu og 32,8 fm bátaskýli, samtals 202,8 fm.  Amtmannshúsið var upphaflega byggt á Arnarstapa, en var rifið og endurreist á vogum í Mýrum árið 1849 þar sem það stóð til ársins 1983 þegar það var það tekið niður til viðgerðar.   Húsið var  reist aftur á Arnarstapa á árunum 1985-1986.  Þá var  bætt við  bakingangi með anddyri, snyrtingu og geymslu inn af henni.  Stapahúsið eins og það er stundum kallað er timburhús á tveimur hæðum á hlöðnum undirstöðum.  Eigendur hafa lagt einstaka alúð við að halda því við í sem upprunalegastri mynd sem gerir húsið heillandi og einstakt.  Úr anddyri er snyrting á vinstri hönd, en komið í sjarmerandi eldhús á hægri hönd með innréttingu sem er frá því um 1900.  Úr eldhúsi er komið í gang þaðan sem beint af augum er aðalinngangur.  Gengið er í stofu á vinstri hönd og arinstofu á hægri hönd.  Inn af henni er svefnherbergi, merkt kames á teikningu. Á gangi eru brattar tröppur upp á efri hæð hússins þar sem eru þrjú góð svefnherbergi.  Þar ef eru tvö gaflherbergi og rúmgott kvistherbergi.  Þaðan og úr stofum er einstakt útsýni til yfir fallega tjörn sem er rétt við húsið  og að ströndinni sem er friðuð og  annáluð fyrir fegurð .  Húsið stendur í landi Eyrar á 5900 fm leigulóð  í eigu Snæfellsbæjar.  Fyrir liggur leigusamningur til 50 ára frá árinu 2006   Við húsið stendur einnig bygging sem rúmar góðar skemmur, naust  með torfþaki   22 fm fallega vinnustofu með snyrtingu, smá eldhúskrók og svefnlofti.  Vinnustofan var byggð fyrir nokkrum árum og er sérstaklega björt og falleg með útsýni til sjávar og þakgluggum.  Gólfhiti er í vinnustofunni.

Fallegur hlaðinn grjótveggur afmarkar stórt  grasi gróið svæði umhverfis Amtmannshúsið og tengdar byggingar.  Þær ásamt skjólveggjum  mynda  hálfhring utan um einstaklega skemmtilegt útisvæði milli húsanna.

Sérstaklega heillandi eign á einstökum stað.  Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 30.250.000kr
 • Brunabótamat 37.955.000kr
 • Tegund Einbýlishús
 • Stærð 202.8m2
 • Herbergi 5
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 11. febrúar 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Sér stæði

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Amtmannshúsið
 • Bær/Borg 356 Snæfellsbæ
 • Svæði: Vesturland
 • Póstnúmer 356
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Þórunn Pálsdóttir
Þórunn Pálsdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar