Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu um 450 fermetra heila húseign og þremur hæðum auk 1.350 fermetra byggingarréttar á þessum gróna og fallega stað miðsvæðis í Reykjavík þar sem skólar, leikskólar og önnur þjónusta er þegar fyrir hendi. Byggja má 12 nýjar íbúðir í 1.350 fermetra nýbyggingu og breyta núverandi húsnæði í 6 íbúðir, allt skv. fyrirliggjandi samþykktu deiliskipulagi.
Skógarhlíð 22 – Þóroddsstaðir er um 500 fermetrar að stærð og voru efri hæðir þess nýlega innréttaðar sem vandað skrifstofuhúsnæði. Í kjallara hússins eru tvær íbúðir, sem hafa verið í útleigu.
Ástand eignarinnar virðist vera gott að innan og utan en athuga þarf með járn á þaki hússins og mögulega eitthvað af gleri og gluggum. Mögulegt væri að breyta Þóroddsstöðum í einbýlishús.
Núverandi bygging, sem byggð er árið 1927, er nýlega endurnýjuð á vandaðan hátt hið innra sem skrifstofuhúsnæði og því er hægt að koma eigninni í leigu sem slíkri fljótt, ef vill. Eignin stendur á stórri lóð í botni Skógarhlíðar. Eignin er 2 hæðir og kjallari (niðurgrafinn að hluta), en í kjallara hússins hafa verið innréttaðar 2 litlar íbúðir. Það var byggt árið 1927.
Lóðin er 1.397 fm að stærð og er á henni fjöldi bílastæði.
Samþykktur er um 1.350 fm byggingarréttur fyrir stækkun, svo kjörið er að breyta þessu í fallega íbúðabyggð á besta stað í borginni, steinsnar frá 2 háskólum, leik- og barnaskóla.
Heimilt er að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samtals 1.780 fm.
Gert er ráð fyrir eftirfarandi íbúðartegundum á lóðinni: Stúdíoíbúðir = 6 stk, 2ja herbergja íbúðir = 4 stk, 3ja herbergja íbúðir = 5 stk og 4 herbergja íbúðir = 3 stk.
Í dag er verið að leigja 2 íbúðir í kjallara hússins, sem báðar með sérinngangi. Þeir leigusamningar eru stuttir og eru að losna.
Sundurliðun á verði eignarinnar er eftirfarandi:
Núverandi fasteign að Skógarhlíð 22 sem er 450 fermetrar að stærð er verðlögð á 180.000.000.-
Byggingarréttur að 1350 fermetrum á lóðinni skv. fyrirliggjandi samþykktum teikningum er verðlagður á 70.000.000.- Gatnagerðargjöld eru ógreidd og koma ekki til greiðslu fyrr en við stimplun teikninga. Teikningar að útliti nýbyggingar liggja fyrir og fylgja með í kaupunum.