Samanburður á eignum

Hrauntunga, Kópavogi

Hrauntunga 99, 200 Kópavogi
104.000.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 12.02.2019 kl 14.37

 • EV Númer: 1711347
 • Verð: 104.000.000kr
 • Stærð: 239.3 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1966
 • Tegund: Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Fallegt Sigvaldahús í Suðurhlíðum Kópavogs, húsið er 212,1 fm og bílskúrinn 27,2, heildarstærð hússins er 239.3.  Húsið var algjörlega endurnýjað 2014, nema 2 útihurðar og bílskúrshurðin, algjörlega tekið inn að beini: Allar lagnir, gluggar og gler, þakið, gólfefni, innréttingar, húsið endureinangrað og múrað að innan, bílaplan tekið upp og settur hiti í plan.

EIGNIN ER Í  ÚTLEIGU TIL 31.08.2023 MEÐ ÓUPPSEGJANLEGUM LEIGUSAMNINGI OG ÞVÍ ÞARF KAUPANDI AÐ YFIRTAKA LEIGUSAMNINGINN SEM ER VIÐ MJÖG TRAUSTAN AÐILA.

Smelltu hér til að sjá eignamyndband
Kynntu þér meira um hverfið
Smelltu hér til að sjá staðsetninguna á eigninni

Í Suðurhlíðum Kópavogs við Hrauntungu 99 stendur þetta fallega Sigvaldahús, tveggja hæða endaraðhús í funkís stíl í grónu hverfi. Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið og skín stíllinn hans í gegn. Eignin stendur efst uppi í botnlanga. Útsýnið frá húsinu er skemmtilegt og nær yfir Garðholt og Keili sem ljúft er að njóta. Garðurinn sem prýðir húsið er fallegur og gróinn.
 
Eignin var öll tekin í gegn árið 2014 og vandað var til verka. Á neðri hæð eignarinnar er forstofa, tvö svefnherbergi ásamt baðherbergi og þvottahúsi. Forstofan er björt og flísalögð með stórum, sérsmíðum skápum. Allar innréttingar eignarinnar eru sérsmíðaðar og vandaðar. Bæði svefnherbergin á neðri hæðinni eru parketlögð með eikarparketi og með sérsmíðum fataskápum úr eik. Annað svefnherbergið er mjög stórt og rýmið þar býður upp á fjölbreytta möguleika. Baðherbergið er hlýlegt með fallegum jarðlituðum flísum og öll blöndunartæki eru frá Tengi. Í þvottahúsi er fín vinnuaðstaða og nýju innréttingarnar nýtast vel. Gengið er upp steyptan parketlagðan stiga á aðra hæð eignarinnar. Ný og falleg handrið prýða stigann sem eru sérsmíðað frá Samverk. Glerið í handriðinu kemur vel út og tónar vel við innréttingar eignarinnar.
 
Á annarri hæð eru eldhús og samliggjandi stofa í opnu og björtu rými. Eldhúsið er rúmgott og er draumaeldhús fyrir þá sem hafa gaman að því að sýsla í eldhúsinu. Eldhúsið er í hjarta eignarinnar og eru vandaðar innréttingar til staðar, hvítar og með efri skápum úr eik. Eldhúsið er l-laga með eyju í miðju rýminu. Borðplöturnar eru frá Granítsteinum í svargráum lit með hreyfingu og öll blöndunartæki frá Tengi. Eldhúsið og stofan mynda skemmtilega heild á efri hæðinni og er útsýnið nær til allra átta. Stórir gluggar bjóða upp á fallegt útsýni í stofu og eldhúsi sem er í raun eins og lifandi málverk, enda síbreytilegt eftir árstíðum og veðri. Útgengi er út á rúmgóðar og viðarlagðar svalir í stofu með fallegu útsýni sem fangar augað. Eikarparket prýðir gólfið. Einnig eru tvö herbergi ásamt baðherbergi á efri hæðinni. Herbergin eru rúmgóð, með djúpum og góðum skápum. Vandað parket á gólfum, sem gefur þeim hlýlegan blæ. Baðherbergið er mjög stórt og rýmið nýtist mjög vel og lýsingin góð. Á baðherberginu er bæði sturta og baðkar.
 
Eigninni fylgir jafnframt vel útbúinn bílskúr og gott, upphitað bílaplan.
 
Einstök veðursæld og fjölbreytt afþreying í nánd
Í nánd við hverfið eru mjög öflugir þjónustukjarnar meðal annars Smáratorg og Smáralind svo eitthvað sé nefnt ásamt þróttmiklu atvinnulífi. Jafnframt er stutt í Hamraborgina þar sem einnig er góður þjónustukjarni, kaffi- og veitingahús ásamt bakaríi og blómabúð svo fátt sé nefnt. Öflugt menningarlíf er í Kópavogi og er slær hjarta menningarlífsins við hliðina á Hamraborginni. Skólar fyrir öll skólastigin eru á svæðinu, leik, grunn og menntaskóli eru í göngufæri sem er mikill kostur fyrir ungar fjölskyldur. Einstök veðursæld er í Suðurhlíðum Kópavogs, stutt í fallegar gönguleiðir, skóla og alla helstu þjónustu. Kópavogsbær býður upp á fjölmargt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa. Íþróttasvæði Breiðabliks liggur næst hverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól/Garún fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5 – 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum?  Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit?                 Skráðu þig á kaupendalistann okkar.

Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 104.000.000kr
 • Fasteignamat 76.650.000kr
 • Brunabótamat 64.150.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Raðhús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1966
 • Stærð 239.3m2
 • Herbergi 8
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Endurnyjadar
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 12. febrúar 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

27 m² 1966

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Hrauntunga
 • Bær/Borg 200 Kópavogi
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 200
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

85.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Guðmundur Th. Jónsson

3 vikur síðan

85.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

3 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

88.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 226.4

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Guðmundur Th. Jónsson

3 vikur síðan

88.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 226.4

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

3 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

85.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

85.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

85.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

85.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Reynigrund, Kópavogi

59.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 126.6

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Sigurður Gunnlaugsson

8 klukkustundir síðan

59.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 126.6

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

8 klukkustundir síðan

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

88.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 237.3

Raðhús

Guðmundur Th. Jónsson

3 vikur síðan

88.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 237.3

Raðhús

3 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

85.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Guðmundur Th. Jónsson

3 vikur síðan

85.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

3 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

88.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 226.4

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

88.000.000kr

Baðherb.: 2m²: 226.4

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Til sölu
Til sölu

Lundur, Kópavogi

85.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

85.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Til sölu
Til sölu

Lundur , Kópavogi

85.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

85.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.9

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum