Nánari lýsing:
Aðalinngangur inn í húsið er frá Lindargötu. Einnig er hægt er að ganga einnig inn í húsið frá Skúlagötu. Komið er inn í anddyri með forstofuskáp. Úr anddyri er gengið inn í opið rými sem er eldhús, stofa og setustofa/sjónvarpsherbergi. Eldhúsið er með fallegri
innréttingu, mahony og hvítlökkuð. Opið er frá eldhúsi og inn í stofu. Stofan er
björt með útbyggðum glugga og útgangi út á svalir til norðurs. Til hægri frá
stofu er góð setustofa/sjónvarpsherbergi. Í baðherbergi eru veggir flísalagðir en
dúkur á gólfi. Góð innrétting, tengi fyrir þvottavél og sturta.
Hjónaherbergið er með góðum skáp. Parket er á svefnherbergi, holi, eldhúsi,
setustofu og stofu.
Úr íbúðinni og af svölum blasir við glæsilegt útsýni m.a. yfir hafið og Esjuna og hægt er að fylgjast með miklu mannlífi við sjávarsíðuna.
Sérgeymsla fylgir í kjallara hússins.
Í húsinu er samkomusalur sem íbúðin á hlutdeild í og húsvarðaríbúð.
Íbúðin er laus við kaupsamning.
Allar nánari upplýsingar gefur Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali
í síma 691-1931 eða ohb@miklaborg.is
Skoða allar myndir