Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt og frábærlega staðsett 215,3 fermetra einbýlishús á einni hæð með frábæru útsýni að meðtöldum 52,0 fermetra tvöföldum bílskúr með geymslu innaf og 25,5 fermetra sólskála með gólfhita- og ofnakerfi sem opið er í úr stofum hússins.
Eignin stendur á 1.255,0 fermetra ræktaðri og gróinni lóð, þaðan sem mikils útsýnis nýtur til suðurs yfir hraunið. Mögulegt væri að stækka húsið umtalsvert þar sem byggingarreitur er ekki fullnýttur og fordæmi eru fyrir slíkum stækkunum á svæðinu.
Nýtt þak var sett á húsið og bílskúrinn fyrir um 15 árum síðan og er það í góðu ástandi, sem og þakkantur, þakrennur og niðurföll.
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og með innbyggðum fataskápum.
Hol, parketlagt.
Samliggjandi stofur, parketlagðar og bjartar með fallegu útsýni til suðurs yfir hraunið. Úr stofum er innangengt í sólstofu.
Sólstofa, flotað og lakkað gólf, falleg kamína, gólfhiti, ofnar og útgengi á lóð til suðurs.
Eldhús, parketlagt og rúmgott með góðri borðaðstöðu. Fallegar hvítar + viðarinnréttingar með flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél.
Þvottaherbergi, flísalagt og með innréttingum með vinnuborði og vaski. Úr þvottaherbergi er útgengi á baklóð hússins.
Geymsla, innaf þvottaherbergi er með glugga og hillum.
Kyndiklefi, með sérinngangi af baklóð er nýttur sem þurrkherbergi.
Svefngangur, parketlagður og með innbyggðum fataskápum.
Barnaherbergi I, parketlagt.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting og baðkar.
Sturtuherbergi, flísalagt gólf og veggir, flísalögð sturta og handklæðaofn.
Barnaherbergi II, dúklagt og með innbyggðum fataskápum.
Hjónaherbergi, parketlagt og með innbyggðum fatskápum.
Barnaherbergi III, dúklagt.
Bílskúrinn er 52,0 fermetrar að stærð, einangraður og með geymslulofti yfir. Hiti, rafmagn og rennandi vatn í bílskúr, góðir gluggar, göngudyr og geymsla er innst í bílskúr.
Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi og sett var nýtt þak á húsið og bílskúrinn fyrir um 15 árum síðan.
Lóðin er 1255 fermetrar að stærð, ræktuð og frágengin og frá henni nýtur fallegs útsýnis yfir hraunið til suðurs.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á skjólsælum, grónum og veðursælum stað á móti suðri.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Skoða allar myndir