Samanburður á eignum

Otrateigur, Reykjavík

Otrateigur 42, 105 Reykjavík
89.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 10.02.2019 kl 15.58

 • EV Númer: 1800077
 • Verð: 89.900.000kr
 • Stærð: 214.4 m²
 • Svefnherbergi 5
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Raðhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir: Vel skipulagt 189,9 fm endaraðhús á þremur hæðum ásamt 24,5 fm bílskúr samtals 214,4 fm að stærð. Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni og er frábærlega staðsett þaðan sem stutt er í ýmsa þjónustu. Laugarnes- og Laugalækjarskóli eru í nokkurra mínútna fjarlægð, World Class og sundlaug Laugardals ásamt íþróttasvæði Þróttar og Ármanns og öllu því sem Laugardalurinn býður upp á hvort sem það er tengt íþróttum eða útiveru. Verslun og þjónusta skammt frá og stutt í samgöngur.

Breyta mætti kjallara í aukaíbúð m. sérinngangi ef áhugi væri á því.

Miðhæð:

Forstofan er flísalögð og með innfelldum fataskáp. Rúmgott hol þaðan sem aðgangur er að efri og neðri hæð, fallegur upprunalegur stigi upp að efri hæð og nýlegar tröppur að neðri hæð. Eldhúsið er með hvítri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir uppþvottavél.  Ofn og helluborð eru nýleg. Parket á gólfi. Stofa er björt og rúmgóð með stórum gluggum er vísa út að suðurgarði.  Fallegt eikarparket á gólfi eins og annars staðar á þessari hæð.  Frá stofu er útgengt í stóran skjólgóðan suðurgarð.  

Efri hæð: 

Svefnherbergi: Alls eru fjögur svefnherbergi en eitt þeirra er opið í dag og hefur verið nýtt sem vinnuaðstaða.  Hjónaherbergi með miklu skápaplássi og útgengt á stórar suðursvalir.  eikarparket er á öllum herbergjum ásamt herbergjaholi. Baðherbergi var endurnýjað fyrir um 10 árum síðan.  Fallegar dökkar flísar á gófli en hvítar á veggjum, opnanlegur þakgluggi.  Sturta með glerskilrúmi og hvít skápainnrétting undir og við handlaug.  Upphengt klósett.

Kjallari:  

Svefnherbergi: Tvö rúmgóð herbergi annað þeirra ca.12 fm að stærð en hitt um 20 fm.  Nýta mætti stærra herbergið sem stofu eða sjónvarpsherbergi t.d. Baðherbergi: Endurnýjað fyrir um 10 árum síðan. Snyrtilegt með hvítmáluðum veggjum, sturtuklefa, skápainnréttingu undir handlaug og speglaskáp fyrir ofan. Þvottaherbergi: Rúmgott með máluðu steingólfi.  Eldhús: Í litlu herbergi og hentugt ef nýta ætti kjallara sem aukaíbúð t.d.  

Köld útigeymsla er undir útitröppum.  Hiti er undir stétt fyrir framan hús.  Garður er að stórum hluta með viðarverönd og grindverki sem sett var upp fyrir um þremur árum síðan.  Afar snyrtilegur og skjólgóður garður.  Endagafl hússins er klæddur álklæðningu.

Bílskúr er í enda bílskúrslengju meðfram götu og er með köldu og heitu vatni.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn löggiltur fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 89.900.000kr
 • Fasteignamat 83.200.000kr
 • Brunabótamat 55.260.000kr
 • Tegund Raðhús
 • Stærð 214.4m2
 • Herbergi 7
 • Svefnherbergi 5
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Skráð á vef: 10. febrúar 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Otrateigur
 • Bær/Borg 105 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 105
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Jón Rafn Valdimarsson
Jón Rafn Valdimarsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Hrísateigur, Reykjavík

84.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 223.9

Raðhús

Jason Ólafsson

4 mánuðir síðan

84.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 223.9

Raðhús

4 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Beykihlíð, Reykjavík

102.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 305.6

Raðhús

Jason Ólafsson

12 mánuðir síðan

102.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 305.6

Raðhús

12 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Miklabraut, Reykjavík

82.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 239.4

Raðhús

Friðrik Þ Stefánsson

3 mánuðir síðan

82.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 239.4

Raðhús

3 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Miklabraut, Reykjavík

82.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 239.4

Raðhús

Friðrik Þ Stefánsson

3 mánuðir síðan

82.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 239.4

Raðhús

3 mánuðir síðan