Samanburður á eignum

Hávallagata, Reykjavík

Hávallagata 3, 101 Reykjavík
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 23.03.2019 kl 16.42

 • EV Númer: 2014149
 • Stærð: 309.3 m²
 • Svefnherbergi 8
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1936
 • Tegund: Fjölbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

*HEIL HÚSEIGN Í 101* – *FRÁBÆR STAÐSETNING – MIKLIR MÖGULEIKAR*
Nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma: 690-4966, eða matthildur@stakfell.is

STAKFELL FASTEIGNASALA S: 535-1000 KYNNIR: Heil húseign, tvær hæðir og kjallari ásamt risi og stórum, grónum og lokuðum garði til suðurs, sem stendur á 527 fm. eignalóð. Innangengt er í rúmgóðan bílskúr sem búið er að byggja við, og eru þeir fm. óskráðir. Full lofthæð er í kjallara, þar sem nú er íbúð með sér inngangi, en auk þess er innangengt úr henni á aðalhæð. Manngengt ris, sem ekki er inni í skráðum fm. Mjög góð staðsetning í hjarta borgarinnar. Miklir möguleikar, t.d. sem stórt fjölskylduhús, tvær til þrjár íbúðir,  lúxusskrifstofur, fyrir félagasamtök eða sendiráð.  Húsið er upphaflega afar vel byggt og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.

Nánari lýsing:
Góð aðkoma er að húsinu. Fyrst er komið inn í anddyri með marmara á gólfi og þar af inn í  hol sem tengir saman rými aðalhæðar. Úr holinu, þar sem fatahengi er, er gengið inn í stofurnar og í herbergi, sem í dag er nýtt sem bókaherbergi, en mætti nýta t.d. sem skrifstofu eða svefnherbergi. Stórar stofur eru á hæð, með útgengi út á suðursvalir og þaðan er gengið niður í stóran gróinn garð til suðurs. Rúmgóð borðstofa tengist eldhúsi með sérsmíðaðri innréttingu úr ljósri eik. Anddyri og útgangur til austurs er úr eldhúsi, sem skapar þægilega vinnuaðstöðu.
Frá aðalhæð hússins er glæsilegur stigi upp á efri hæðina. Þar eru nú tvö rúmgóð svefnherbergi og þrjú minni, þ.e. samtals er hægt að hafa fimm svefnherbergi, eða færri svefnherbergi og t.d. fataherbergi. Frá stærsta svefnherberginu eru svalir til suðurs. Baðherbergi og salerni í aðgreindum rýmum, þannig að möguleiki væri á tveimur baðherbergjum á hæðinni. Frá gangi fyrir framan svefnherbergi er hægt að taka niður stiga upp í ca. 92 fm. manngengt ris, sem liggur yfir allri hæðinni, en þar er gott geymslurými og hillur. Ris er ekki inni í fmtölu hússins.

Frá miðhæð er stigi niður í kjallara, en einnig er sér inngangur inn í kjallara á vesturhlið hússins. Í kjallara húss er fjögurra herbergja íbúð með fullri lofthæð. Þar eru þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sér inngangur er í íbúðina að vestanverðu. Í kjallara eru einnig geymsla og þvottahús. Innangengt er í bílskúr úr kjallara. Einnig er í kjallara þvottahús og geymsla. Rúmgóður bílskúr með rafmagnsopnara er við austurhlið hússins og er innangengt í kjallara frá bílskúr. Einnig er hægt að ganga út í garðinn frá bílskúrnum. Stór gróin lóð með heitum potti og skjólveggjum til suðurs, sem býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika. Hiti er í stétt framan við húsið.  Að sögn eiganda hafa heimæðar fyrir heitt og kalt vatn, síma og rafmagn verið endurnýjaðar, auk þess sem hitakerfi hússins var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Tveir ljósleiðarar liggja inn í kjallarann. Húsið er upphaflega afar vel byggt og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, en við allar endurbætur hefur þess verið gætt að upphaflegur stíll hússins njóti sín.

Arkitekt hússins var Einar Sveinsson, fyrrverandi húsameistari Reykjavíkur,  og er þetta hús af sumum talið eitt best heppnaða fúnkishús hans. Það var byggt 1936 og er frá þeim tíma sem Einar rak arkitektastofu með Sigmundi Halldórssyni, fyrrum byggingafulltrúa Reykjavíkur.
Húsið stendur á 527 fm. eignarlóð.

Þak var yfirfarið fyrir ári síðan og skipt var um kjöl að hluta. Hitalagnir voru endurnýjaðar rétt fyrir aldamótin og sett upp hitastýrt ofnlokakerfi frá Danfoss. Heimaæðar fyrir heitt og kalt vatn hafa verið endurnýjaðar. Ennfremur heimtaugar síma og rafmagns. Þriggja fasa rafmagn er í húsinu og raflagnir eru endurnýjaðar að hluta og eftir þörfum, ella er það upprunalegt. Ljósleiðari er kominn í húsið. Gler hefur verið endurnýjað eftir þörfum. Annars er allt gler gott nema að móða er sýnileg í einu gleri. Skólplagnir voru myndaðar árið 2012 og reyndust í góðu ástandi. Gangstétt fyrir framan húsið er upphituð frá Garðastræti að Blómvallagötu. Heitum potti og skjólveggjum var komið fyrir árið 2001. Hleðslugluggi á norðurhlið hússins var endurnýjaður árið 2002. Búið er að endursteypa efri svalir en frágangi og endursteiningu er ekki lokið. Ytra byrði hússins hefur verið lagfært að hluta.

Hér er er um að ræða vandað og klassískt hús í fúnkísstíl á frábærum og rólegum stað í hjarta miðborgarinnar. Ýmsir nýtingamöguleikar. Örstutt göngufæri í miðborgina, menningu, verslanir og veitingastaði.
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. – kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 145.000.000kr
 • Brunabótamat 66.650.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Fjölbýlishús
 • Bygginarár 1936
 • Stærð 309.3m2
 • Herbergi 8
 • Svefnherbergi 8
 • Stofur 3
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 2
 • Bílskúr 1
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 3
 • Skráð á vef: 23. mars 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Hávallagata
 • Bær/Borg 101 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 101
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Þorlákur Einar Ómarsson
Þorlákur Einar Ómarsson
535 1000820 2399
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Klapparstígur, Reykjavík

56.500.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 94.7

Fjölbýlishús

Ásdís Ósk Valsdóttir

4 dagar síðan

56.500.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 94.7

Fjölbýlishús

4 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Smáragata, Reykjavík

48.900.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 74.1

Fjölbýlishús

Þorlákur Einar Ómarsson

8 mánuðir síðan

48.900.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 74.1

Fjölbýlishús

8 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Hverfisgata, Reykjavík

70.000.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 104.1

Fjölbýlishús

Þórunn Pálsdóttir

2 ár síðan

70.000.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 104.1

Fjölbýlishús

2 ár síðan

Til söluLaus straxVið mælum með
Til söluLaus straxVið mælum með

Vatnsstígur, Reykjavík

64.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 95.4

Fjölbýlishús, Fjölbýlishús með lyftu

Böðvar Sigurbjörnsson

1 mánuður síðan

64.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 95.4

Fjölbýlishús, Fjölbýlishús með lyftu

1 mánuður síðan

Til sölu
Til sölu

Hverfisgata, Reykjavík

44.000.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 76.7

Fjölbýlishús

Þórunn Pálsdóttir

2 ár síðan

44.000.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 76.7

Fjölbýlishús

2 ár síðan

Til söluVið mælum með
Til söluVið mælum með

Klapparstígur, Reykjavík

39.500.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 40.5

Fjölbýlishús, Fjölbýlishús með lyftu

Ingólfur Geir Gissurarson

4 dagar síðan

39.500.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 40.5

Fjölbýlishús, Fjölbýlishús með lyftu

4 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Reykjastræti, Reykjavík

91.000.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 80.9

Fjölbýlishús

Þórunn Pálsdóttir

2 mánuðir síðan

91.000.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 80.9

Fjölbýlishús

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Hverfisgata, Reykjavík

45.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 67.5

Fjölbýlishús

Þórhallur Biering

2 mánuðir síðan

45.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 67.5

Fjölbýlishús

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Hverfisgata, Reykjavík

45.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 69.9

Fjölbýlishús

Þórhallur Biering

2 vikur síðan

45.900.000 kr

Herb.: 1 Barðh.: 1m²: 69.9

Fjölbýlishús

2 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Geirsgata 2 -, Reykjavík

90.500.000 kr

Herb.: 1 Baðherb.: 2m²: 117.7

Fjölbýlishús

Þorlákur Einar Ómarsson

8 mánuðir síðan

90.500.000 kr

Herb.: 1 Baðherb.: 2m²: 117.7

Fjölbýlishús

8 mánuðir síðan