Samanburður á eignum

Heiðarvegur, Vestmannaeyjum

Heiðarvegur 5, 900 Vestmannaeyjum
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 01.04.2019 kl 13.38

 • EV Númer: 2041572
 • Stærð: 308 m²
 • Baðherbergi: 3
 • Bílskúr: 2
 • Byggingarár: 1956
 • Tegund: Fyrirtæki
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA  Heiðarveg 5 (Pizza 67)  í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma  861-8901 disa@alltfasteignir.is 
Lýsing:
Um er að ræða mjög gott hús á þremur hæðum á frábærum stað fyrir rekstur fyrirtækis í Vestmannaeyjum, en í húsinu er veitingahús í blómlegum rekstri. Húsið er búið að vera í miklu endurbótaferli á síðustu misserum, en stefnt er að því að ljúka viðbyggingu á jarðhæð sem kemur til með að hýsa fullbúið veitingaeldhús í maí næstkomandi. Á jarðhæð hússins er veitingahús í fullum rekstri, en þegar viðbyggingu hefur verið lokið mun núverandi eldhús þess flytja af annarri hæð. Húsið er nú 308m2 skv fasteignamati en þegar viðbygging sem nú er í framkvæmd verður lokið mun fermetrafjöldi skv teikningum verða 463,5m2. Þegar stækkun á jarðhæð til austurs hefur verið lokið mun þar verða fullbúið og rúmgott eldhús fyrir veitingastaðinn með frábærri aðstöðu fyrir starfsfólk og öllu því sem viðkemur rekstri veitingastaðarins. Um er að ræða vel skipulagt rými fyrir eldhús, starsfmannaaðstöðu, kæla og lager fyrir veitingastaðinn.
Á tveimur efri hæðum hússins hafa einnig verið gerðar töluverðar endurbætur. Í risi er nýuppgerð íbúð með tveimur svefnherbergjum, harðparketi á gólfum, góðu flísalögðu baðherbergi með sturtu og huggulegu eldhúsi með hvítri nettri innréttingu. Þá er á miðhæðinni nýuppgert stórt herbergi með harðparketi á gólfi og sér baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf og með sturtu.  Á samþykktum teikningum sem liggja fyrir er einnig gert ráð fyrir öðru slíku herbergi á hæðinni auk íbúðar með einu svefnherbergi í því rými sem nú er eldhús. Efri hæðir hússins eru því tilvalinn kostur til reksturs gistihúss eða annars konar útleigu. Gert er ráð fyrir tveimur sér inngöngum í íbúðir og herbergi á efri hæðum hússins.  
Veitingasalur: Endurbætur voru gerðar á veitingasalnum veturinn 2018. Þar er á gólfum vínylparket, bar, hlaðborðsaðstaða og tvö salerni fyrir gesti. Veitingastaðurinn tekur um 45 manns í sæti. Herbergi er fyrir aftan barinn sem nýtt er í dag fyrir uppvask og leirtau, en það kemur til með að opnast inn í nýja eldhúsið.
Stigi: Í dag er innangengt með dúkalögðum steinsteyptum stiga upp á aðra og þriðju hæð, en skv teikningum er gert ráð fyrir að aðgengi að efri hæðum hússins verði um stiga sem verður utan á húsinu.
Önnur hæð: Nýuppgert stórt herbergi með hita í gólfi, harðparketi og nýjum glugga og neyðarútgangi ásamt glæsilegu baðherbergi með sturtu, flísalagt í hólf og gólf.
Einnig er þar í dag veitingaeldhús, en eftir að eldhús á jarðhæð sem nú er í byggingu hefur verið tekið í notkun í vor er áætlað að breyta þessu rými í annars vegar íbúð með sér inngang, einu svefnherbergi, baðherbergi og eldhúskrók og hins vegar rúmgott herbergi með sér inngang og baðherbergi.
Þriðja hæð (ris):
Herbergi (1) rúmgott með hita í gólfi og harðparketi. Tveir gluggar til vesturs.
Herbergi (2) með hita í gólfi og harðparketi. Gluggi til norðurs.
Baðherbergi með hita í gólfi, rúmgóðri sturtu, flísalagt í hólf og gólf og tengi fyrir þvottavél.
Eldhús með hita í gólfi, harðparketi og glugga til austurs. Hvít nett innrétting.
Þvottahús: Tengi er einnig fyrir þvottavél/þurrkara í litlu rými fyrir utan íbúðina.
 
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð. 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 22.100.000kr
 • Brunabótamat 80.280.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Fyrirtæki
 • Bygginarár 1956
 • Stærð 308m2
 • Herbergi 8
 • Baðherbergi 3
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 2
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 3
 • Skráð á vef: 1. apríl 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

27 m² 1963

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Heiðarvegur
 • Bær/Borg 900 Vestmannaeyjum
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 900
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Arndís María Kjartansdóttir lfs
Arndís María Kjartansdóttir lfs

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum