NÁNARI LÝSING: Komið inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Baðherbergi er með baðkari og snyrtilegri innréttingu. Hjónaherbergi er rúmgott og með góðum skápum. Gott barnaherbergi. Eldhús er með góðri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa og borðkrókur. Stofan er rúmgóð og skiptist upp í stofu og borðstofu. Gengið út á svalir úr stofu. Í kjallara er góð geymsla og sér þvottahús.
GÓLFEFNI: Flísar á eldhúsi og baðherbergi, dúkur á svefnherbergjum og gott parket á holi og stofum.
Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is
Skoða allar myndir