Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu þar sem er fataskápur. Elshús er með fallegri nýlegri innréttingu. Parketflísar eru á gólfi. Úr eldhúsi er gengið út á mjög stórar suðursvalir sem snúa í suður. Stofa er björt og opin við eldhús. Parket er á gólfum. Baðherberbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með sturtuklefa og hvítri innréttingu. Hjónaherbergi er með góðum fataskápum og á gólfum er parket. Til hliðar er minna barnaherbergi sem einnig er með parketi á gólfum.
Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni og eru 5 íbúðir um það. Geymsla og hjólageymsla eru á jarðhæð hússins.
Þangbakki er staðsettur á frábærum stað við Mjóddina þar sem stutt er í alla þjónustu svo sem matvöruverslun, heilsugæslu,, apótek og almennissamgöngur.
Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Skoða allar myndir