Lóðin er í landi Skálabrekku sem liggur meðfram norðvesturströnd Þingvallavatns og liggur skammt frá vatninu.
Skikinn er náttúrulega grasi gróinn og fyrir um 12 árum voru gróðursettar fjölmargar trjáplöntur. Trjáræktin hefur gengið vel og nú er mikill og fallegur trjágróður á lóðinni. Þó hefur þess verið gætt að hið fagra útsýni að Þingvallavatni og til fjalla nýtur sín.
Aðkoman er frá þjóðvegi 36, Þingvallaleið, gegnum öryggishlið þannig að engin óviðkomandi umferð er á svæðinu. Starfandi er hagsmunafélag sem sér um rekstur og viðhald sameiginlegra eigna í byggðinni.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er leyfilegt byggingarmagn á hverri lóð 200 fm. Einnig er heimilt að reisa geymslu, gestahús eða gróðurhús sem er allt að 25 fm að stærð.
Einstaklega fallegt sumarbústaðarland á þessu vinsæla svæði aðeins um hálftíma akstur frá Reykjavík.
Sjón er sögu ríkari.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Skoða allar myndir