Samanburður á eignum

Bakkasmári, Kópavogi

Bakkasmári 15, 201 Kópavogi
81.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 07.06.2019 kl 17.23

 • EV Númer: 2365750
 • Verð: 81.900.000kr
 • Stærð: 182.7 m²
 • Svefnherbergi 3
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1996
 • Tegund: Parhús, Parhús á tveimur hæðum
 • Tegund: Opið hús, Til sölu

OPIÐ HÚS 11. júní 2019 kl 17:30 til 18:00

Opið hús Bakkasmára 15. þriðjud. 11.júní kl.17:30-18:00

**Opið hús þriðjud. 11.júní kl.17:30-18:00** Bakkasmári 15, verið velkomin**
Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og gott parhús ásamt bílskúr neðangötu á jarðarlóð með stórglæsilegu útsýni yfir Kópavoginn og út á sjóinn til vesturs. Um er að ræða 182,7 fm hús + sólstofu sem byggð var undir svalirnar á neðri hæðinni. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi í dag en áður voru þau fjögur, búið er að opna á milli tveggja barnaherbergja svo voru á neðri hæð hússins. Tvö salerni eru í eigninni. Innréttingar í eldhúsi og á aðalbaðherbergi eru endurnýjaðar fyrir nokkrum árum síðan. Bílskúrinn er snyrtilegur með góðu geymsluplássi og mikilli lofthæð að hluta.

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is

Nánari lýsing: Fyrir framan húsið er stórt og gott hellulagt bílaplan sem rúmar vel allavega þrjá bíla. Framhlið hússins snýr í suður og er þar stór og skjólgóður timburpallur. Á pallinum eru mjög góðar lokaðar útigeymslur sem byggðar eru í stíl við pallinn. Hægt er að ganga frá veröndinni niður í garðinn hægra megin við húsið.
Jarðhæð: Forstofa, forstofuherbergi, gestasalerni, eldhús, borðstofa, setustofa.

Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og mjög góðum fjórföldum fataskáp og góðu borðplássi með spegil fyrir ofan og þremur skúffum. Falleg hurð með frönsku gleri aðskilur forstofu og íbúðarrými.

Forstofuherbergi:  Herbergi er inn af forstofunni með nýlegu fallegu parketi á gólfi.

Gestasalerni:  Gestasalerni er með flísum á gólfi og á veggjum. Hvítur skápur er undir vaski og speglaskápur er á vegg fyrir ofan salernið.

Eldhús: Eldhúsið er mjög rúmgott með fallegri eikarinnréttingu með ljósri granít borðplötu. Innrétting er á tvo veggi, með efri og neðri skápum öðru megin með fallegum panorama glugga á milli og á hinn veggin er eldavél og háfur og svo góðir skápar, ofn í vinnuhæð og rými fyrir tvöfaldan ísskáp.  Lítill borðkrókur er áfastur við innréttinguna. Granítflísar eru á gólfi.

Borðstofa:  Borðstofan er innaf eldhúsinu og er opið frá henni yfir í setustofuna. Parket er á gólfi. Glæsilegt útsýni er frá borðstofunni yfir í suðurhlíðar kópavogs.

Setustofa: Setustofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Borðstofan og setustofan eru saman í opnu rými. Mikil lofthæð einkennir stofurnar. Útgengi er frá setustofunni út á stórar flísalegðar svalir sem njóta glæsilegs útsýnis yfir kópavoginn, sjóinn og suðurhlíðar kópavogs.

Bílskúr: Bílskúrinn er flísalagður með góðri lofthæð og mikið af hillum. Innaf bílskúrnum er svo litil auka geymsla. Hurðin er með sjálfvirkum opnara.

Neðri hæð:  Aðalbaðherbergi, hjónaherbergi, 1-2 barnaherbergi, þvottahús og sólskáli.

Steyptur  stigi með eikarparketi á þrepum er niður á neðri hæð eignarinnar sem er rúmgóð og björt. Þegar komið er niður á neðri hæðina er komið inn í hol með góðum auka skápum og geymslurými undir stiga.

Aðalbaðherbergi: Fallegt, rúmgott og mikið endurnýjað baðherbergi er á neðri hæðinni með góðri eikar innréttingu og miklu skápaplássi. Borðplatan er hvít með ofanáliggjandi vaski. Fyrir ofan vaskborðið er fimmfaldur speglaskápur. Baðkar er með sturtuaðstöðu og glervegg. Salernið er upphengt og vatnskasskinn er innbyggður. Fallegar gráar flísar eru á gólfi og ljósar flísar eru á veggjum. Handklæðaofn er á vegg á móti innréttingunni.

Svefnherbergi x 2-3: Herbergin eru 2-3 á neðri hæðinni. Á hæðinni voru teiknuð 3 svefnherbergi en búið er að opna á milli tveggja herbergja þannig að þau eru tvö rúmgóð í dag. Bæði herbergin eru með parket á gólfi og í hjónaherbergi er mjög góður fataskápur með rennihurðum og tvöfaldur fataskápur er í barnaherberginu.

Sólskáli: Af gangi er gengið inní skólskála sem er með hita í gólfi. Hægt er að ganga frá út úr sólskálanum út í garðinn. Sturtukelfi og heitur pottur er inni í skálanum. Flísar eru á gólfi og góðir gluggar og loftun er í rýminu. Einstaklega skemmtileg viðbót við húsið.

Þvottahús: Þvottahúsið er rúmgott með opnanlegum glugga. Flísar eru á gólfi, gott vinnuborð, vinnuvaskur og mikið skápapláss í efriskápum.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 81.900.000kr
 • Fasteignamat 68.250.000kr
 • Brunabótamat 58.200.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1996
 • Stærð 182.7m2
 • Herbergi 4
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 7. júní 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

1582

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Bakkasmári
 • Bær/Borg 201 Kópavogi
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 201
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Salahverfi / Lindahverfi, Kópavogi

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 270

Parhús

Atli S Sigvarðsson

5 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 270

Parhús

5 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Suðursalir, Kópavogi

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 154

Parhús

Atli S Sigvarðsson

1 mánuður síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 154

Parhús

1 mánuður síðan

Til sölu
Til sölu

Bakkasmári, Kópavogi

88.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 232.7

Parhús

Jason Ólafsson

5 mánuðir síðan

88.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 232.7

Parhús

5 mánuðir síðan