Samanburður á eignum

Karfavogur, Reykjavík

Karfavogur 26, 104 Reykjavík
76.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 11.07.2019 kl 11.28

 • EV Númer: 2422172
 • Verð: 76.900.000kr
 • Stærð: 193.4 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1973
 • Tegund: Parhús, Parhús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Nýhöfn fasteignasala: Eignin er seld og í fjarmögnunarferli.

**SMELLTU hér og fáðu söluyfirlitið sent sjálkrafa!**

Parhús með sólpalli og sólsvölum ásamt bílskúr og fallegum snyrtilegum garði.
Húsið stendur við lóð Menntaskólans við Sund, nokkuð innarlega í lokaðri götu. Húsið er klætt og einangrað að utan.
Innréttingar eru upphaflegar en snyrtilegar og vel með farnar.
 
Flott parhús á frábærum stað.
Afhendist fljótlega.
 
Söluskoðun óháðra fagmanna Frumherja liggur fyrir, eins og í öllum eignum sem Nýhöfn hefur til sölumeðferðar. 
Skolplagnir hafa verið myndaðar og úttekt unnin af fagmanni.
Skipt var um bárujárn og pappa á þaki árið 2013-2014.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi (öll á efri hæð) ásamt borðstofu og stofu, eldhúsi, baðherbergi, gestasnyrtingu, geymslu og bílskúr.

Karfavogur 26 og 28 eru steinsteypt parhús á tveimur hæðum, byggð árið 1973. Húsið var klætt Steni klæðningu og einangrað að utan í kringum 1990 skv. seljanda.
Húsið er u.þ.b. 166 fm, bílskúr er 27,4 fm samtals 193,4 fm.
Unnið er í að fá opinbera skráningu eignarinnar leiðrétta en fermetratölu efri hæðar vantar. Fyrir liggur að hækka fasteignamat hússins í samræmi við húsið við hliðina eða í ca. 73.550.000 kr.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri er rúmgott með flísum á gólfi og fatahengi.
Geymsla er inn af anddyri.
Eldhús er með upprunalegri sérsmíðaðri innréttingu.
Borðstofa/stofa liggja saman.  Úr stofu er gengið út á sólpallinn og í garðinn.
Gestasalerni er með dúk á gólfi, flísalagða veggi og spegli fyrir ofan vask.

Efri hæð:
Hjónaherbergi með dúk á gólfi og góðum fataskápum.
Þrjú svefnherbergi, öll með skápum í loft og dúk á gólfi.
Baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, flísum á gólfi og veggjum, og upprunalegum innréttingum.
Þvottahús með glugga.
Bílskúrinn er snyrtilegur og rúmgóður.  

Til að fá söluyfirlit sent samstundis, smellið á hlekkinn, **SMELLTU hér og fáðu söluyfirlitið sent sjálkrafa!** hér að ofan.
Til að bóka skoðun sendið okkur línu á póstfangið nyhofn@nyhofn.is eða hringið í síma 515 4500 / 824 3934 / 6933518
Ábyrgðaraðili Nýhafnar fasteignasölu er Lárus Ómarsson löggiltur fasteignasali.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 76.900.000kr
 • Fasteignamat 52.800.000kr
 • Brunabótamat 40.040.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1973
 • Stærð 193.4m2
 • Herbergi 6
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 11. júlí 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

27 m² 1973

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Karfavogur
 • Bær/Borg 104 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 104
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Lárus Ómarsson
Lárus Ómarsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum