Samanburður á eignum

Efranes Borgarbyggð, Borgarnesi

Efranes Borgarbyggð , 311 Borgarnesi
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 24.06.2019 kl 12.20

 • EV Númer: 2430690
 • Stærð: 703.6 m²
 • Byggingarár: 2002
 • Tegund: Lóð / Jarðir
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Efranes landnúmer 134858 í Borgarbyggð.
Jörðin Efranes er staðsett á fögrum stað í Borgarfirð með glæsilegri fjallasýn til allra átta. Stærð jarðarinnar er talin vera um 200 hektarar, allt gróið land þar af ræktuð tún um 40 hektarar.
Jörðin Efranes hefur nokkra sérstöðu hvað varðar landgæði og umhverfi. Ágæt veiðihlunnindi fylgja jörðinni í Þverá og Kjarrá og er Efranes þátttakandi í veiðifélagi Þverár sem er einnig félag um veiðiréttindi í Kjarrá.
Efranes er á neðsta svæði Þverár skammt frá þjóðvegi u.þ.b.  þrjá km, en er þó í mjög góðu vegasambandi. Gefur þessi staðsetning jörðinni kyrrð frá umferð sem er að margra mati ákveðinn kostur. Efranes er því staðsett við fáfarinn veg og þannig í mjög friðsælu umhverfi þó í miðri sveit sé.

Jörðin býður upp á ýmsa möguleika t.d skógrækt, en land jarðarinnar hefur verið hólfað niður í beitarhólf með nýlegum girðingum. Jörðin hentar einnig vel fyrir hestamennsku og/eða til ferðaþjónustu. Allar byggingar jarðarinnar, íbúðarhús sem og útihús, hafa verið vandlega endurnýjaðar og uppgerðar af smekkvísi.
Íbúðarhúsið er mjög smekklega uppgert í gömlum stíl, en með nýju efni. Í kring um íbúðarhúsið eru upplýstur garður með sólpöllum, heitum potti, garðhúsi og upphlöðnum kaldavatnsbrunni  sem er upplýstur í forgrunni.
Að íbúðarhúsinu liggur heimreið frá veginum. Heimreiðin að húsinu myndar trjágöng með hávöxnum öspum á báðar hliðar og götulýsingu.  
Í nágrenni jaðarinnar eru fjölmargar náttúruperlur og menningarsetur þar sem oft eru í boði viðburðir af ýmsu tagi sumar sem vetur t.d. Landnámssetrið, Reykholt, Bifröst og Hvanneyri.  
Hitaveita er frá félagsveitu á jörðinni og er notuð til upphitunar á húsakosti jarðarinnar. Kalt vatn er tekið úr sérstæðum og fallegum  hlöðnum brunni skammt frá íbúðarhúsinu.
Það má með sanni segja að þetta sé staður með sögu, sál og sjarma. Hér er um frábæra fjárfestingu að ræða sem jafnframt gefur mikla möguleika til ánægju og skemmtunar.

 

Á jörðinni eru eftirfarandi byggingar:

Íbúðarhús: byggt úr steinsteypu árið 1912, kjallari, hæð og ris alls 208,0 fermetrar.
Við upphaf endurbyggingar reyndust allir útveggir, burðarveggir og gólfbitar vera í góðu ástandi. Framkvæmd var sérstök skoðun, en allt annað var rifið innan úr húsinu og endurnýjað. Sett var nýtt þak og allt endurnýjað með nýju efni innanhúss. Endurnýjunin tók mið af gerð hússins þ.e. notað var nýtt efni en í gömlum stíl sem gerir húsið að virðulegri eign. Byggð var við húsið góð forstofa ásamt gestasnyrtingu. Viðbyggingin er einnig undirstaða stórra svala á þakhæðinni. Þessi viðbygging stækkar íbúðarhúsið þannig að það er nú um 240 fermetrar að stærð. Öll snyrtirými í húsinu eru flísalögð með smekklegum hætti og á jarðhæð eru sturtuböð og eimbað fyrir um 10 manns sem er mjög vel frá gengið.
 
Mjólkurhús: byggt úr steinsteypu árið 1983 og er 25,5 fermetrar að stærð. Nú allt endurgert þ.e. nýtt gler og nýir gluggar og hurð. Húsið er einangrað og panelklætt að innan með flotuðu og lökkuðu gólfi, nýjum raflögnum og upphitun. Notað nú sem smíðahús. 

Hlaða: byggð úr steinsteypu árið 1928 að grunnfleti um 120 fermetrar. Búið er að setja nýtt þak á bygginguna, klæða og einangra að innan. Í hlöðunni er  steypt gólf og á henni er stór bílskúrshurð með sjálfvirkum opnara ásamt gönguhurð. Loft og veggir eru klædd með innbrenndu stáli. Þetta er fjölnota hús, Gefur ýmsa möguleika. Getur t.d. nýtist sem bílskúr í vetrarveðrum og veislueldhús, þegar mikið stendur til.
 
Gripahús: byggt árið 1971 úr steinsteypu að grunnfleti um 50 fermetrar. Þessu rými hefur verið breytt í litla starfsmannaíbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi herbergi- stofa og eldhús. Inn af er baðherbergi með sturtu. Í eldhúsi er lítil innrétting úr harðviði og harðplasti, efri og neðri skápar. Steinflísar eru á öllum gólfum nema á baðherbergi, en þar er dúkur. Gluggi er á baðherberginu. Loft og veggir einangraðir og klæddir. 

Hlaða: byggð 1974 úr timburgrind, járnklædd á steyptum grunni um 160 fermetrar að stærð. Skipt hefur verið um gólfefni og settur ljós skeljasandur á gólfið frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem gefur byggingunni bjart yfirbragð. Einnig hefur verið sett afar góð lýsing í loftið. Þessi bygging er notuð sem reiðskemma og til tamninga. Góð bygging, mikil lofthæð u.þ.b. sjö metrar undir mæni. 

Véla- og verkfærageymsla: byggð árið 1975, er 130 fermetrar að stærð þ.e. grunnflötur. Húsið er allt endurgert, veggir og þak einangrað og klætt, gólf flotað og lakkað og sett stór bílskúrshurð ásamt gönguhurðum beggja megin. Góð lýsing, mikið af skápum og hillum. 

Fjós: byggt úr steinsteypu árið 1934, er 150 fermetrar að grunnfleti. Allir útveggir sérstaklega þykkir, eins og reyndar í öllum byggingum á jörðinni. Búið er að endurbyggja þessa byggingu að öllu leyti. Nýtt þak, klætt að innan með áli, ný klæðing á veggjum og allt einangrað að nýju. Húsið er klætt að innan, veggir og loft, með innbrenndu stáli. Burðarvirki er úr límtré. Allir gluggar nýsmíðaðir. Ný raflögn. Mjög góð lýsing. Nýtt steypt gólf. Þessi bygging er notuð sem tómstundasalur fyrir fjölskylduna, með tennisborði, fótboltaspili, skákaðstöðu og þess háttar. Einnig er þessi bygging notuð sem samkomu- og veislusalur. Salur þessi getur tekið ríflega 130 gesti í sæti við uppbúin veisluborð.
 
Geymsluhúsnæði: fyrir byggingavörur, smærri vélar t.d. sláttutraktora, girðingaefni og þess háttar. Þessi bygging var áður haughús undir fjósinu, en hefur verið hreinsuð út, máluð og settar smekklegar hurðir fyrir. Rétt er að taka fram að húsalýsing er ekki samhljóma skráningu Fasteignamats ríkisins, þar eð ekki hefur farið fram endurmat bygginganna, sem tekur mið af samruna bygginga, stækkun, breytingum og endurbótum. Munar þar verulega.
Tilvísunarnúmer 10-1118 / 20-1342
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is fasteignir.is/mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali  gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is         
María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

 

 

 

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 32.114.000kr
 • Brunabótamat 90.380.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Lóð / Jarðir
 • Bygginarár 2002
 • Stærð 703.6m2
 • Herbergi 0
 • Svefnherbergi 0
 • Stofur 0
 • Baðherbergi 0
 • Hæðir í húsi 0
 • Skráð á vef: 24. júní 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Óskilgreint/vantar

1582

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Efranes Borgarbyggð
 • Bær/Borg 311 Borgarnesi
 • Svæði: Vesturland
 • Póstnúmer 311
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Magnús Leópoldsson
Magnús Leópoldsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Skógarás, Borgarnesi

2.500.000kr

m²: 6954

Lóð / Jarðir

Heimir Hafsteinn Eðvarðsson

3 mánuðir síðan

2.500.000kr

m²: 6954

Lóð / Jarðir

3 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Vatnsendahlíð, Borgarnesi

2.500.000kr

m²: 4378

Lóð / Jarðir

Halldór Ingi Andrésson

1 mánuður síðan

2.500.000kr

m²: 4378

Lóð / Jarðir

1 mánuður síðan

Til sölu

m²: 146

Lóð / Jarðir

Magnús Leópoldsson

4 vikur síðan

29.000.000kr

m²: 146

Lóð / Jarðir

4 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Þverfell Lundarreykadal, Borgarnesi

TILBOÐ ÓSKAST

Lóð / Jarðir

Magnús Leópoldsson

1 dagur síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Lóð / Jarðir

1 dagur síðan

Til sölu
Til sölu

Hóll Borgarbyggð, Borgarnesi

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 8m²: 969.9

Lóð / Jarðir

Magnús Leópoldsson

2 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 8m²: 969.9

Lóð / Jarðir

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Garðyrkjubýlið Sólbyrgi, Borgarnesi

TILBOÐ ÓSKAST

m²: 5391.2

Lóð / Jarðir

Magnús Leópoldsson

2 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

m²: 5391.2

Lóð / Jarðir

2 mánuðir síðan

Til söluLaus strax
Til söluLaus strax

Jaðar, Borgarnesi

3.500.000kr

m²: 131000

Byggingarlóð, Lóð / Jarðir

Daníel Rúnar Elíasson

6 mánuðir síðan

3.500.000kr

m²: 131000

Byggingarlóð, Lóð / Jarðir

6 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Nestjörn, Borgarnesi

25.000.000kr

m²: 1000000

Lóð / Jarðir

Jason Ólafsson

18 klukkustundir síðan

25.000.000kr

m²: 1000000

Lóð / Jarðir

18 klukkustundir síðan

Til sölu
Til sölu

Dýrastaðir, Borgarnesi

150.000.000kr

m²: 1458.9

Lóð / Jarðir

Magnús Leópoldsson

2 mánuðir síðan

150.000.000kr

m²: 1458.9

Lóð / Jarðir

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Eskiholt, Borgarnesi

88.900.000kr

Herbergi: 5m²: 1881376.5

Lóð / Jarðir

Gunnlaugur A. Björnsson

7 dagar síðan

88.900.000kr

Herbergi: 5m²: 1881376.5

Lóð / Jarðir

7 dagar síðan