Samanburður á eignum

Halakot , Selfossi

Halakot lll, 801 Selfossi
73.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 01.08.2019 kl 13.56

 • EV Númer: 2511105
 • Verð: 73.900.000kr
 • Stærð: 259.8 m²
 • Svefnherbergi 7
 • Baðherbergi: 2
 • Byggingarár: 2003
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

***EIGNIN ER SELD EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA Á FJÁRMÖGNUN***

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN & INGIBJÖRG LGF. OG FÉLAGSMAÐUR Í FÉLAGI FASTEIGNASALA  KYNNA:  Glæsilegt einbýlishús í Flóhreppi örstutt frá Selfossi (7 km ) malbikað nánast upp að dyrum og hitaveita í húsinu. Frábært tækifæri fyrir fólk sem vill búa í sveitasælu en vera samt stutt frá allri þjónustu. Lóðin er rúmur hektari að stærð en möguleiki er á að fá keypta fleirri hektara. Tilvalið fyrir fólk sem er í hestamennsku eða vill vera í ferðaþjónustu. Húsið hefur verið tekið út og eru öll tilskilin leyfi til er varða gistileyfi. Eins og húsið er nýtt í dag eru 7 svefnherbergi í húsinu, í dag er bílskúrinn sem er mjög rúmgóður, innréttaður fyrir gistiaðstöðu. Möguleiki væri að gera þar séríbúð eða breyta aftur í bílskúr ef fólk vill heldur. Húsið allt hið vandaðasta, gólfhiti í öllu húsinu, stór verönd með heitum potti og möguleiki á að byggja hesthús eða skemmu á lóðinni.

*** Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali  síma 897-6717 eða inga@landmark.is ***

Nánari lýsing eignar:  Forstofa, sjónvarpshol, eldhús, borðstofa/stofa, tvö baðherbergi, sjö svefnherbergi, geymsla, saunaklefi, þvottahús, rúmgóður pallur með heitum potti.

Forstofa. flísar á gólfi og fataskápur.
Sjónvarpshol er rúmgott, flísalagt. 
Eldhús er opið rými með stofu og borðsatofu. Sérsmíðuð ljós innrétting, extra stór bakaraofn og gashelluborð. Stór eyja og gott vinnupláss. 
Stofa/borðastofa eru mjög rúmgóðar, gólf eru flísalögð og falleg kamína. Útgengt úr stofu út á mjög rúmgóða verönd með heitum potti.
Svefnherbergi 1: er mjög rúmgott, voru áður þrjú herbergi. Parket á gólfi og opinn fataskápur. Hæglega hægt að gera aftur þrjú herbergi. 
Svefnherbergi 2: er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi 3: er með parketi á gólfi, möguleiki að breyta því í fataherbergi og tengja við hjónaherbergið. 
Hjónaherbergi: er með fataskápum og parketi á gólfi. 
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf, góð sturta, innrétting. Útgengt þaðan beint út á pallinn.
Þvottahús: er mjög rúmgott, góðir skápar og innrétting og þaðan er útgengt út á verönd.  
Bílskúr: var strax í upphafi stúkaður niður í herbergi. Þar eru 3 svefnherbergi í dag með harðparketi á gólfum. Gott baðherbergi með sturtu og innaf því er gufubað. Rými sem nýtt er sem geymsla með útgengi út á pall, en þar mætti hæglega útbúa eldhúsaðstöðu. Sér inngangur er í bílskúrinn og því hægt að vera þar með alveg sér íbúð. Innkeyrsluhurð er til staðar á bílskúrnum ef fólk vill breyta honum aftur í bílskúr. 

Gólfefni eignarinnar: Hitilögn er í gólfum. Harðparket á herbergjum, flísar á öðrum rýmum. 
Lóð og garður: Fyrir framan hús er stétt með hitalögn en á eftir að tengja hana. Búið er að planta mikið af trjám á lóðinni og garður í góðri rækt. 
Húsið: er timburhús með viðhaldsléttri klæðningu. Fengið gott viðhald í gegnum árin.

Í heildina virkilega fín eign með miklum möguleikum. Sveitasæla örstutt frá allri þjónustu !

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Ingibjörg Agnes Jónsdóttir lögg.fasteignasali gsm: 897-6717  eða inga@landmark.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 73.900.000kr
 • Fasteignamat 45.600.000kr
 • Brunabótamat 72.950.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús á einni hæð
 • Bygginarár 2003
 • Stærð 259.8m2
 • Herbergi 9
 • Svefnherbergi 7
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Rafmagn Upphaflegar
 • Hæðir í húsi 1
 • Íbúð er á hæð 1
 • Skráð á vef: 1. ágúst 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Halakot
 • Bær/Borg 801 Selfossi
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 801
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
5124900897-6717
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Laugagerði, Selfossi

69.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 197.2

Einbýlishús

Jason Ólafsson

3 mánuðir síðan

69.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 197.2

Einbýlishús

3 mánuðir síðan

Til sölu

Herbergi: 3 Baðherb.: 3m²: 197.2

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

Þórarinn Thorarensen

4 vikur síðan

69.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 3m²: 197.2

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

4 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Skálateigur, Selfossi

55.000.000kr

Herbergi: 3m²: 244

Einbýlishús

Nadia Katrín Banine

3 mánuðir síðan

55.000.000kr

Herbergi: 3m²: 244

Einbýlishús

3 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Bergstaðir, Selfossi

200.000.000kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 226.3

Einbýlishús

Friðrik Þ Stefánsson

4 vikur síðan

200.000.000kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 226.3

Einbýlishús

4 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Skálarimi, Selfossi

55.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 200

Einbýlishús

Nadia Katrín Banine

3 mánuðir síðan

55.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 200

Einbýlishús

3 mánuðir síðan