Eignin er staðsett á góðum stað í þessu vinsæla hverfi stutt í skóla og aðra þjónustu. Um er að ræða rúmgóða íbúð sem er teiknuð sem 4ja herbergja en er í dag upp notuð sem þriggja herbergja. Mjög auðvelt að bæta 3 svefnherberginu við í samræmið við tekiningar. Fallegt útsýni er úr íbúðinni, húsið er byggt af BYGG og er viðhaldslítið.
Nánari lýsing:
Forstofa: perketlögð með góðum skáp.
Stofa og borðstofa: Rúmgóðar stofur með parketi á gólfum.
Eldhús: Falleg innréttinn frá Brúnás með góðum tækjum og steinn á borði. Hvítar flísar milli efri og neðri innréttingar.
Herbergi: Hjónaherbergi er parketlagt með góðum skáp uppí loft og barnaherbergi með skáp upp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu, baðkari og sturtuklefa.
Þvottahús: Er innaf eigninni þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr: Innangengt er í bílskúrinn úr stigagangi, þar er heitt og kalt vatn, rafmagn og hiti. Sjálfvirkur hurðaopnari.
Fín geymsla í sameign ásamt hjóla og vagnageymslu. Hillur fylgja með.
Sameign er snyrtileg og falleg. Nýbúið er að skipta um dyrabjöllu kerfi í húsinu og er myndavéla dyrasími í íbúðinni.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- ohb@miklaborg.is
Skoða allar myndir