Samanburður á eignum

Kópavogsbraut, Kópavogi

Kópavogsbraut 88, 200 Kópavogi
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 04.09.2019 kl 10.36

 • EV Númer: 2604523
 • Stærð: 358.5 m²
 • Svefnherbergi 7
 • Baðherbergi: 3
 • Bílskúr: 2
 • Byggingarár: 1959
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús með aukaíbúð
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir frábærlega staðsett og afar fallegt 358,5 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Kópavogsbraut í Kópavogi með innbyggðum 24,6 fermetra bílskúr og 2ja herbergja auka íbúð, með sérinngangi. Þá er ótalið lokað bílskýli við suðurenda lóðar (um 24 fermetrar), geymsla við suðvesturenda lóðar, gróðurhús austan megin við hús og gler blómaskáli ofan á bílskúr (um 18-20 fermetrar). Afar glæsilegt útsýni er af efri hæð hússins út á sundin, yfir Garðabæ, fjallagarðinn í suðri og víðar.

Lóðin er stór eða 2043,0 fermetrar að stærð og er öll hin glæsilegasta. Steypt plan með snjóbræðslu liggur frá lóðarmörkum og upp að bílskúr. Garðurinn er afgirtur með grindverki sem liggur ofan á steyptum stoðvegg. Virkilega fallegur gróður er á lóðinni, göngustígar, steinhleðslur og tjarnir. Falleg lýsing er í garðinum sem er virkilega vel hirtur. Óskráð bílskýli liggur að götu, tveir áhaldaskúrar og gróðurhús. Flísalögð verönd til suðurs fyrir framan aðalinngang. Hellulagður afgirtur og skjólgóður bakgarður þar sem m.a. er inngengt er í auka íbúð.

Lýsing eignar:
Aðalhæð:

Forstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Hol: Með parketi á gólfi. Teppalagður steyptur stigi  liggur úr holi upp á efri hæð. Lítil geymsla undir stiga. 
Gestasnyrting: Með flísum á gólfi, innréttingu við vask, salerni og glugga til austurs.
Millirými: Með korkflísum á gólfi, skáp og sturtu. Panell á veggjum og gluggi til norðurs.
Búr/geymsla: Með korkflísum á gólfi, skápum og glugga til vesturs. Útgengi er á baklóð úr rými. 
Herbergi I: Sem er inngengt frá búri/geymslu. Korkflísar á gólfi, panell á veggjum og gluggi til austurs.
Bílskúr: Er 24,9 fermetrar að stærð. Málað gólf, góð lofthæð, bílskúrshurðopnari, skápar og gluggar til austurs.
Forstofa II: Með flísum á gólfi, skápum/hillum og inngangi frá baklóð.
Eldhús: Með upprunalegri eldhúsinnréttingu og korkflísum á gólfi. Miele bakaraofn og keramik helluborð. Góður borðkrókur, flísar á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og gluggi til norðurs.
Borðstofa: Með teppi á gólfi, stórum gluggum sem snúa til suðurs og vesturs með marmara í gluggakistum. Opið frá borðstofu inn í stofu. Einnig er hurð frá borðstofu inn í auka íbúð.
Stofa: Með teppi á gólfi, innfelld lýsing í loftum og stórir gluggar til suðurs með blágrýti í gluggakistum.
Herbergi II/skrifstofa: Með parketi á gólfi, fastar innréttingar og gluggi til suðurs. Gengið inn í herbergi frá stofu og holi.

Gengið er upp á efri hæð hússins um teppalagðan steyptan stiga úr holi neðri hæðar. 

Efri hæð:
Stigahol: 
Er úmgott með teppi á gólfum og glugga til norðurs.
Gangur: Með teppi á gólfi og föstum innréttingum.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með korkflísum á gólfi, góð innrétting og vinnuborð. Mikið skápapláss, gott vinnurými og gluggi til norðurs.
Herbergi III: Með korkflísum á gólfi, hillum og glugga til suðurs með fallegu útsýni.
Herbergi IV: Með teppi á gólfi, föstum innréttingum og glugga til suðurs með fallegu útsýni.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með korkflísum á gólfi, góðum skápum/hillum og glugga til suðurs með fallegu útsýni út á sundin, til fjalla og víðar. Útgengi út á svalir til suðurs.
Herbergi V: Með parketi á gólfi, innbyggðum skápum og glugga til vesturs.
Geymsla/herbergi: Með korkflísum á gólfi, hillum og glugga til vesturs.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, innrétting við vask og skápar, upphengt salerni, flísalögð sturta, handklæðaofn og gluggar til austurs og norðurs.
Blómaskáli: Er um 18-20 fermetrar að stærð. Útgengi frá stigaholi. Flísar á gólfi. Flísar eru að einhverju leyti lausar þar sem vatn hefur komist undir og vatn berst inn í blómaskála. Þaðan er útgengi á rúmgóðar svalir sem eru staðsetta ofan á bílskúr.

Auka íbúð: Er 2ja herbergja um 75 fermetrar að stærð með sérinngangi. Einnig inngengt í auka íbúð frá aðalhæð.
Forstofa: Með flísum á gólfi, fatahengi og skápum. 
Gangur: Með parketi á gólfi.
Eldhús: Með korkflísum á gólfi og hvít sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu. Stál bakaraofn, innbyggð uppþvottavél, keramik helluborð, borðkrókur og gluggi til austurs.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfum, föstum innréttingum og glugga til suðurs. Útgengi út í garð frá stofu.
Svefnherbergi: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til austurs inn í bakgarð.
Baðherbergi: Með korkflísum á gólfi, innréttingu við vask, upphengt salerni, handklæðaofn, skápum, flísalögð sturta og útloftun.
Þvottaherbergi/geymsla: Með korkflísum á gólfi, vinnuborði, tengi fyrir þvottavél/þurrkara og glugga.

Húsið að utan: Er virkilega fallegt og virðist vera í góðu ástandi. Að sögn eiganda var þak yfirfarið árið 2017. 

Lóðin: Er 2043,0 fermetrar að stærð, virkilega glæsileg og skjólsæl.  Á framlóð eru stór steypt innkeyrsla með snjóbræðslu, fallegir stígar, tyrfð flöt, tjarnir, flísalögð verönd og afar fallegur gróður. Garðurinn er afgirtur með tré grindverki sem stendur á steyptum stoðvegg. Baklóðin er hellulögð og afgirt. Mikið af lýsingu og tenglum víða á lóðinni.
Bílskýli: Stendur á framanverði lóðinni. Ekið inn frá götu. Um 24 fermetrar að stærð og óupphitað.
Vinnuskúr: Stendur á suðvesturlóð.
Útigeymsla/áhaldageymsla: Stendur á suðausturhorni lóðar. 
Gróðurhús: Stendur austanmegin á lóðinni. Veggir og þak úr plasti. Um 14 fermetrar og hellulagt að innan.

Stærðarmælingar miðast við nýja skráningartöflu sem er dags. 25.06.2019 og verið er að þinglýsa.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og skjólsælum og glæsilegum útsýnisstað á móti suðri við Kópavogsbraut í Kópavogi.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 93.400.000kr
 • Brunabótamat 71.350.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús með aukaíbúð
 • Bygginarár 1959
 • Stærð 358.5m2
 • Herbergi 10
 • Svefnherbergi 7
 • Stofur 3
 • Baðherbergi 3
 • Eldhús 2
 • Bílskúr 2
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Rafmagn Sagt-i-lagi
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 4. september 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

25 m² 1963

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Kópavogsbraut
 • Bær/Borg 200 Kópavogi
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 200
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Heimir Fannar Hallgrímsson
Heimir Fannar Hallgrímsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Vallargerði, Kópavogi

96.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 189.7

Einbýlishús

Gunnar S Jónsson

6 dagar síðan

96.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 189.7

Einbýlishús

6 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Kársnesbraut, Kópavogi

85.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 264

Einbýlishús

Þorsteinn Gíslason

1 dagur síðan

85.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 264

Einbýlishús

1 dagur síðan

Til sölu
Til sölu

Hlíðarhjalli, Kópavogi

98.700.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.6

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Smári Jónsson

2 mánuðir síðan

98.700.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 225.6

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Fagrihjalli, Kópavogi

103.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 233.4

Einbýlishús

Jason Ólafsson

2 dagar síðan

103.000.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 233.4

Einbýlishús

2 dagar síðan

Til söluVið mælum með
Til söluVið mælum með

Hátröð, Kópavogi

77.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 191.5

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Hafliði Halldórsson

2 vikur síðan

77.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 191.5

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

2 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Skólagerði 65, Kópavogi

74.000.000kr

m²: 154

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Magnús Leópoldsson

2 mánuðir síðan

74.000.000kr

m²: 154

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Lyngheiði, Kópavogi

79.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 184.4

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

Helgi Jóhannes Jónsson

4 vikur síðan

79.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 184.4

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

4 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Sunnubraut, Kópavogi

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 216.7

Einbýlishús

Jason Ólafsson

10 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 216.7

Einbýlishús

10 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Daltún, Kópavogi

97.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 262.8

Einbýlishús

Svan G Guðlaugsson

2 vikur síðan

97.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 262.8

Einbýlishús

2 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Melgerði, Kópavogi

89.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 243.5

Einbýlishús

Heimir Fannar Hallgrímsson

2 klukkustundir síðan

89.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 243.5

Einbýlishús

2 klukkustundir síðan