Samanburður á eignum

Akurgerði , Reykjavík

Akurgerði 10, 108 Reykjavík
88.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 14.08.2019 kl 22.34

 • EV Númer: 2642188
 • Verð: 88.900.000kr
 • Stærð: 245.3 m²
 • Svefnherbergi 5
 • Baðherbergi: 3
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1959
 • Tegund: Parhús
 • Tegund: Opið hús, Til sölu

OPIÐ HÚS 14. ágúst 2019 kl 17:30 til 18:00

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Fallegt parhús (2ja íbúða hús) á þremur hæðum á frábærum stað í Reykjavík. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 245,3 fm þar af er íbúðarrýmið 211,8 fm og bílskúrinn 33,5 fm. AUKAÍBÚÐ Í KJALLARA SEM ER TILVALIN TIL ÚTLEIGU – LAUS TIL AFHENDINGAR.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Nánari lýsing aðalhæðar: Komið er inn í flísalagt anddyri, innaf er gestasalerni. Frá anddyri er gengið inn í hol með góðum fataskáp. Á vinstri hönd er eldhús með flísum á gólfi, innréttingu frá Innx með fallegri borðplötu úr steini, gluggar á tvo vegu. Að sögn seljanda var eldhúsið endurnýjað fyrir um 10 – 11 árum síðan. Borðstofa, sjónvarpsstofa og setustofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými, parket á gólfum. Setustofa er jafnframt í viðbyggingu frá árinu 1988, inniheldur arin og er með útgengi út í fallegan og skjólgóðan garð sem snýr til suðurs.

Nánari lýsing efri hæðar: Gengið upp um flísalagðan stiga sem er með fallegu glerhandriði og komið inn á gang sem er með hita í gólfum. Á hæðinni eru þrjú góð svefnherbergi og baðherbergi. Svefnherbergi eru öll með fataskápum og parketi á gólfum og úr hjónaherbergi er einnig útgengt út á þaksvalir sem eru yfir fyrrgreindri viðbyggingu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, er með hita í gólfum, geymir opnanlegt fag, upphengt salerni, baðkar með sturtuhaus og fallega innréttingu með borðplötu úr steini. Skipt var um gólfefni, innihurðar og baðherbergi endurnýjað á efri hæð fyrir um sex árum síðan. 

Nánari lýsing kjallara: Snyrtileg 3ja herbergja íbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í anddyri, þvottahús, gang, eldhús, snyrtingu, tvö svefnherbergi þar sem annað er afar rúmt  (um 20 fm) en hitt er gluggalaust og rúmgóða stofu. Skipt var um eldhúsinnréttingu í kjallaraíbúð árið 2002. Búið er að tengja ljósleiðara í íbúðina.   

Eigninni fylgir eins og áður sagði 33,5 fm bílskúr sem er með geymslurými / gryfju. Fallegur garður sem snýr til suðurs. FALLEGT SÉRBÝLI MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK ÞAR SEM STUTT ER Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Hérna finnurðu mig á Facebook

Viltu vita hvers virði FASTEIGNIN ÞÍN ER?
Pantaðu söluverðmat án endurgjalds á www.frittsoluverdmat.is
 

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar.

Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 88.900.000kr
 • Fasteignamat 78.300.000kr
 • Brunabótamat 65.380.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús
 • Bygginarár 1959
 • Stærð 245.3m2
 • Herbergi 8
 • Svefnherbergi 5
 • Stofur 3
 • Baðherbergi 3
 • Eldhús 2
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Sagt-i-lagi
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 1
 • Skráð á vef: 14. ágúst 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

34 m² 1989

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Akurgerði
 • Bær/Borg 108 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 108
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Andri Sigurðsson
Andri Sigurðsson
5124900690-3111
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til söluVið mælum með
Til söluVið mælum með

Aðalland, Reykjavík

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 260

Parhús, Parhús á tveimur hæðum

Bogi Molby Pétursson

7 dagar síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 260

Parhús, Parhús á tveimur hæðum

7 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Markarvegur, Reykjavík

94.500.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 237.2

Parhús

Jason Ólafsson

1 mánuður síðan

94.500.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 237.2

Parhús

1 mánuður síðan