Húsið stendur á horni Framnesvegar og Holtsgötu, en frá Holtsgötunni er fallegt útsýni til sjávar sem er mjög stutt frá. Fallegur og sólríkur sameiginlegur timburpallur til suðurs er við inngang hússins.
Aukin lofthæð er í íbúðinni, en skv skráningartöflu er hún 2,70 m sem gerir hana veglega og skemmtilega.
Komið er inn á gang þar sem á hægri hönd er fatahengi. Þar við hliðina er gengið inn í rúmgott bjart svefnherbergi. Við hliðina er stærra herbergi einnig bjart og skemmtilegt og það er nú notað sem stofa. Það væri alveg eins hægt að nota sem rúmgott svefnherbergi. Beint af augum er bjart og snyrtilegt eldhús með góðum eldhúskrók. Innréttingin er fallega fölblá og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Náttúrflísar eru á gólfi.
Á vinstri hönd frá gangi er nett baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Þar er sturtuklefi og innbyggður skápur.
Parket er á gangi og báðum herbergjum.
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla íbúðarinnar sem er 3,9 fm, en íbúðin sjálf er 43,4 fm.
Ný eignaskiptayfirlýsing er í þinglýsingu og skv henni verður birt flatarmál 47,6 fm, en skv núverandi fasteignaskrá er birt flatarmál 43,6 fm þar sem geymsla er ekki meðtalin.
Árið 2016 voru viðamiklar framkvæmdir á þaki hússins þar sem skipt var um þakjárn og timbur, kvistir og þakgluggar endurnýjað eftir þörfum. Frárennslislagnir voru endurnýjaðar árið 2012.
Sameignin er hin snyrtilegasta. Dyrasímar og póstkassar voru endurnýjaðir árið 2018. Þá var einnig bætt lýsing í sameign og rofar og tenglar endurnýjaðir.
Sérstaklega vel skipulög og skemmtileg eign sem nýtist vel og möguleikinn á að nýta bæði herbergin sem svefnherbergi getur komið sér vel.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Skoða allar myndir