Samanburður á eignum

Vesturbrún, Reykjavík

Vesturbrún 36, 104 Reykjavík
159.000.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 20.08.2019 kl 11.14

 • EV Númer: 2694777
 • Verð: 159.000.000kr
 • Stærð: 302.4 m²
 • Svefnherbergi 5
 • Baðherbergi: 4
 • Tegund: Einbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir í einkasölu: Einstaka hönnunarperlu við eina fallegustu götu borgarinnar með græn svæði allt um kring. Stórglæsilegur garður og mjög fallegt útsýni. Veglegar stofur, vinnustofa, hjónasvíta og þrjú önnur svefnherbergi. Um 20 fm sólstofa. Bílskúr og heitur pottur. Fjögur baðherbergi eða snyrtingar. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Húsið  er sérlega vel hannað af Gunnlaugi  Pálssyni arkitekt sem teiknaði það fyrir sig og sína fjölskyldu. Afar bjart og gott flæði þar sem innirýmin kallast á við garðinn sem er mjög  fallegur og vel hirtur.  Lóðin er stór eða 1110 fm.

Staðsetningin er einstök með græn svæði allt um kring, bæði Laugardalinn og stórt grænt svæði uppi á sjálfum Laugarásnum.  Mjög fallegt útsýni er úr húsinu, yfir borgina og til fjalla.

Komið er inn í flísalagða  forstofu með góðum skápum.  Á vinstri hönd er stílhrein gestasnyrting með ljósum marmara í hólf og gólf og opnanlegum glugga.  Snyrtingin opnast einnig út í  forstofu við bakinngang.

Komið er í sérlega veglega og rúmgóða borðstofu þar sem auðveldlega rúmast 20 manns til borðs.  Að miklu leiti er opið niður í stóra og bjarta stofu sem er nokkrum þrepum neðar. Þar er fallegur arinn. Út frá borðstofunni er skrifstofa eða barnaherbergi.  Stofan er heillandi með gluggum yfir alla vesturhliðina sem horfa yfir fallegan garðinn. 

Á vinstri hönd frá borðstofu er eldhúsið sem er með vandaðri  innréttingu úr ljósum við.  Fyrir um fjórum árum voru settar  borðplötur úr steini og stórt spanhelluborð frá Siemens.  Eldhúskrókurinn er notalegur og þaðan er gengið út í um 20 fm sólstofu sem virðist ekki vera í skráðum fermetrum.  Þar eru gólfsíðir gluggar og rennihurðir og horft yfir garðinn.  Við suðurenda sólstofunnar er gengið út á huggulegar svalir með viðargólfi þaðan sem gengið er nokkur þrep niður í  garð.  Inn af eldhúsinu er lítið búr.  Eldhúsið tengist  forstofu við bakinngang.

Stiginn er léttur og skemmtilega hannaður með opi á milli stigaþrepa þannig að birtan flæðir frá stórum glugga sem nær yfir bæði stofuhæð og rishæð.  Á rishæðinni er sérlega heillandi  rúmgóð vinnustofa (teiknistofa skv. teikningu) hún hefur nýlega verið uppgerð skv. hönnun Rutar Káradóttur.  Þaðan er glæsilegt útsýni og einnig frá fallegum vestursvölum við hliðina.  Á hæðinni er  einföld snyrting  og drjúg geymsla undir súð.  Vinnustofuna má einnig nota sem glæsilegt unglingaherbergi eða gestaherbergi. 

Frá stiganum er horft yfir glæsilegan nýjan timburpall með heitum potti, útisturtu og fallegri lýsingu.  Gengið er út á pallinn miðja vegu milli stofuhæðar og neðstu hæðar hússins.  Á neðstu hæðinni er hjónasvíta með einstaklega vönduðu og rúmgóðu baðherbergi sem endurnýjað var fyrir um 14 árum.  Þar er sérlega stór og vegleg eikar innrétting, með sandblásnu gleri á borðum, tveimur vöskum, baðkeri og sturtuklefa.   Loft eru að hluta niðurtekin með innfelldri lýsingu og flísar eru í hólf og gólf.

Á neðstu hæð er einnig stórt og bjart herbegi með útgengi í garðinn, en skv teikningu eru þar tvö lítil barnaherbergi með leikherbergi fyrir framan.  Þá er hol með skápum og inn af því barnaherbergi.  Gott flísalagt baðherbergi með sturtuklefa er einnig á hæðinni og stórt þvottahús með góðu vinnuplássi.  Inn af því er geymsla sem er ekki með fullri lofthæð.

Parket er á stofum og flestum rýmum þar sem ekki eru flísar og  sísal teppi er á stiga og stigapöllum.

Bílskúrinn er 27,7 fm og með hita, vatni og rafmagni og rafmagnsopnara.  Hiti er í stétt við aðalinngang og kofi fyrir garðáhöld er í garðinum.

Húsið lítur vel út og var málað fyrir fáeinum árum.  Gler og gluggar hafa verið endurnýjaðir eftir þörfum og frárennslislagnir voru fóðraðar árið 2014.  Fyrri eigendur skiptu um þakjárn. 

Sérstaklega heillandi og vel hannað hús á frábærum stað.  Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali s:773-6000 eða í thorunn@miklaborg.is

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 159.000.000kr
 • Fasteignamat 119.500.000kr
 • Brunabótamat 83.760.000kr
 • Tegund Einbýlishús
 • Stærð 302.4m2
 • Herbergi 8
 • Svefnherbergi 5
 • Stofur 3
 • Baðherbergi 4
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 20. ágúst 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Vesturbrún
 • Bær/Borg 104 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 104
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Þórunn Pálsdóttir
Þórunn Pálsdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Kleppsvegur, Reykjavík

89.000.000kr

Herbergi: 6 Baðherb.: 2m²: 247.3

Einbýlishús

Axel Axelsson

8 mánuðir síðan

89.000.000kr

Herbergi: 6 Baðherb.: 2m²: 247.3

Einbýlishús

8 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Kleppsvegur, Reykjavík

99.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 200.5

Einbýlishús

Viðar Böðvarsson

1 vika síðan

99.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 200.5

Einbýlishús

1 vika síðan