ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Skólaveg 22 í Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefa Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is og Halldóra Kristín Ágústsdóttir í síma 861-1105 halldora@alltfasteignir.is
Lýsing:
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á 3. hæð að Skólavegi 22 í Vestmannaeyjum. Eignin er 60,3m2 að stærð, en auk þess er útigeymsla undir stigapalli sem er rétt undir 10,0m2. Sameiginlegur inngangur er í íbúðina á 2. hæð sem er þó ekki notaður af öðrum eins og er. Þetta er hlýleg eign sem kemur á óvart og gæti hentað einkar vel sem fyrstu kaup. Ýmislegt hefur verið endurnýjað á síðustu 5 árum, má þar nefna dúk í forstofu, teppi á stiga, nýtt þak á part hússins sem snýr í suður, eldhúsinnrétting og parket á herbergjum. Eins eru tveir ofnar í stofu 3 ára gamlir og handrið upp útitröppur sömuleiðis endurnýjað fyrir 3 árum.
Skiptingin er svohljóðandi:
Anddyri: Nýlegur dúkur á gólfi, fatahengi.
Stigi uppá efri hæð: Snyrtilegur bjartur stigi sem var nýlega teppalagður
Efri hæð:
Eldhús: Ágætis 5 ára Ikea innrétting. nýleg uppvöskunarvél fylgir með. Opið er inní stofu. Parket er á gólfum.
Stofa: parketi á gólfum.
Herbergi 1: herbergi með parketi
Herbergi 2: herbergi með skáp. Parket á gólfi
Snyrting: Flísar á gólfi. Baðkar, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Garður: Lítll garður er bakvið hús.
Staðsetning: Eignin er mjög nálægt miðbænum, stutt í alla þjónustu. Frábært útsýni.
Skoða allar myndir