Samanburður á eignum

Hallkelsstaðir, Reykholt í Borgarfirði

Hallkelsstaðir Jörð, 320 Reykholt í Borgarfirði
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 29.08.2019 kl 11.25

 • EV Númer: 2752526
 • Baðherbergi: 1
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1582
 • Tegund: Lóð / Jarðir
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu 497 hektara jörð að Hallkelsstöðum í Borgarfirði. Jörðin er frábærlega staðsett í næsta nágrenni við Húsafell og með glæsilegu útsýni að Langjökli, Eiríksjökli, suður eftir Hallmundarhrauni og inn á Arnarvatnsheiðina. Gott beitarland er á jörðinni og stutt er í alla þjónustu í Húsafelli.

Á jörðinni stendur 154,3 fermetra hús á þremur pöllum og með rislofti. Húsið er í nokkuð góðu ásigkomulagi, álklætt, með rafmagnskyndingu og 200 lítra hitakúti. Þá er 54,3 fermetra hlaða og 46,1 fermetra fjós við hlið húss. 19,2 fermetra reykhús og smiðja er fyrir ofan hús. Aðeins fjær stendur 107,6 fermetra hlaða og 200,1 fermetra fjárhús. Allar byggingar, utan húss, hafa ekki verið notuð í fjölda ára og er kominn tími á viðhald á þeim byggingum.

Hér er um að ræða vel staðsetta jörð nærri höfuðborginni, sem nýta má með margvíslegum hætti, t.d. í sambandi við ferðaþjónustu.

Nánari lýsing á húsi:
Forstofa: Er rúmgóð með dúk á gólfi, fatahengi og glugga. Gengið þaðan inn í stofu og stigagang.
Stofa: Er stór með parketi á gólfi. Gluggar á þrjá vegu og útgengi frá stofu út á lóð. 
Stigagangur: Er fallegur með viðargólfi, viðhandriði og panel á veggjum. Gengið þaðan á neðri hæð og upp á efri hæð. 
Efri hæð:
Stigahol: Gengið þaðan inn í 4 svefnherbergi og þaðan upp á risloft.
Svefnherbergi I: Viðarfjalir á gólfi, innbyggðir skápar og gluggi með glæsilegu útsýni.
Svefnherbergi II: Viðarfjalir á gólfi, gluggar á tvo vegu með glæsilegu útsýni.
Svefnherbergi III: Dúkur á gólfi og gluggi.
Svefnherbergi IV: Dúkur á gólfi, innbyggður skápur og gluggi.
Risloft: Tumburstigi úr stigaholi. Hægt að standa undir mæni og gluggar á tvo vegu. 
Neðri hæð:
Hol: Með dúkflísum á gólfi og innbyggðum skáp. Gengið þaðan inn í eldhús, geymslu, baðherbergi og búr.
Eldhús: Er stórt með dúkflísum á gólfi og fallegri hvítri eldhúsinnréttingu með flísum á milli skápa. Electrolux eldavél, tengi fyrir uppþvottavél, gluggar á tvo vegu með fallegu útsýni og gott pláss fyrir borðstofuborð.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, flísalögð sturta, tengi fyrir þvottavél, vinnuborð, vaskur og gluggi.
Geymsla: Er gluggalaus með máluðu gólfi.
Búr: Með glugga og hillum.

Stutt er í ýmsa afþreyingu og náttúruparadísir í næsta nágrenni. Má þar nefna Langjökul, Barnafossa, Hvítá, Húsafell, golfvöll, veitingastað o.fl.
 
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 19.760.000kr
 • Brunabótamat 64.935.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Lóð / Jarðir
 • Bygginarár 1582
 • Stærð 0m2
 • Herbergi 0
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Sagt-i-lagi
 • Skráð á vef: 29. ágúst 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Óskilgreint/vantar

1.660.000kr 1582

Óskilgreint/vantar

8.940.000kr 1939

Fjós

460.000kr 1956

Fjárhús

1.045.000kr 1960

Hlaða

309.000kr 1949

Hlaða

742.000kr 1960

Óskilgreint/vantar

5.280.000kr 1990

Geymsla

110.000kr 1956

Geymsla

161.000kr 1965

Óskilgreint/vantar

115.000kr 1950

Óskilgreint/vantar

21.000kr 1950

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Hallkelsstaðir
 • Bær/Borg 320 Reykholt í Borgarfirði
 • Svæði: Vesturland
 • Póstnúmer 320
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Heimir Fannar Hallgrímsson
Heimir Fannar Hallgrímsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu

m²: 4602

Lóð / Jarðir

Heimir Hafsteinn Eðvarðsson

6 mánuðir síðan

3.500.000kr

m²: 4602

Lóð / Jarðir

6 mánuðir síðan

Til sölu

m²: 4326

Lóð / Jarðir

Heimir Hafsteinn Eðvarðsson

6 mánuðir síðan

3.500.000kr

m²: 4326

Lóð / Jarðir

6 mánuðir síðan

Til sölu

Barðh.: 1

Lóð / Jarðir

Heimir Fannar Hallgrímsson

3 vikur síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Barðh.: 1

Lóð / Jarðir

3 vikur síðan