Samanburður á eignum

Samtún, Reykjavík

Samtún 6, 105 Reykjavík
82.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 11.09.2019 kl 16.08

 • EV Númer: 2804723
 • Verð: 82.900.000kr
 • Stærð: 264 m²
 • Svefnherbergi 7
 • Baðherbergi: 3
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1941
 • Tegund: Parhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Nýhöfn fasteignasala:

***Fá SÖLUYFIRLIT sent***

Stórt og reisulegt parhús með auka íbúð ásamt bílskúr á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík.
Lóðin stendur innan við sjálfa götuna og þ.a.l. er engin umferð við húsið og friðsælt. 

Söluskoðun óháðra fagmanna Frumherja liggur fyrir, eins og í öllum eignum sem Nýhöfn hefur til sölumeðferðar. 

Samtún 6 er steinsteypt parhús byggt 1941 og er skráð 264 fm sem skiptist þannig:

Jarðhæð: 93,5 fm. Sér íbúð með þremur herbergjum og sérinngangi.
Hæð og ris: Alls 134,4 fm íbúð með 7 herbergjum og sérinngangi, sem skiptist í hæð sem er 95,6 fm og ris 40,9 fm.
Bílskúr: Byggður 1977, 34 fm með gluggum og lögnum til að útbúa megi íbúð.
Lóðin er gróin og stór og býður upp á mikla möguleika, t.d. að byggja sólpall en garðurinn snýr til suðurs og vesturs.
Á lóðinni, sem er alls 471 fm, eru sér bílastæði og mögulegt að koma upp hleðslustöð fyrir rafbíl.
Hér er um spennandi kost að ræða en eignir í þessu hverfi koma sjaldan á sölu.
Staðsetningin ein og sér er frábær. Samtún er næsta gata við Borgartún og stutt er niður á Laugaveg og í miðborgina. Samt sem áður er gatan kyrrlát og hverfið fjölskylduvænt.
Í næsta nágrenni er Waldorf skólinn að byggja nýjan skóla og leikskóla sem tekur til starfa í nýju húsnæði næsta vetur.
 
Nánari lýsing:
Á jarðhæð/kjallara er íbúð með þremur herbergjum, nýlegri snyrtingu og eldhúsi. Á sömu hæð er salerni, þvottahús og undir útistiga er köld geymsla.
Á hæð (1.hæð) eru tvær rúmgóðar stofa með gluggum til suðurs og vesturs ásamt 2 herbergjum, baðherbergi og eldhúsi.
Í risi eru 2 svefnherbergi, snyrting og svalir til vesturs frá hjónaherbergi og þaðan er útsýni til sjávar og út á Sundin.
Bílskúr er óinnréttaður en þar er vatn og rafmagn.

Seljandi vekur athygli á sögu hússins, en það var byggt 1941 og að sögn eiganda var vandað til efnis og vinnu og er lofthæð stofu og herbergja til vitnis um það. Einar Sveinsson húsasmíðarmeistari ríkisins var arkitekt/hönnuður ásamt Bárði Ísleifssyni arkitekt.
Eins og fram kemur í lýsingu eru innréttingar mikið til upprunalegar, fyrir utan snyrtingu og sturtuklefa í kjallara.

Til að bóka skoðun sendið okkur línu á póstfangið nyhofn@nyhofn.is eða hringið í síma 515 4500 / 824 3934 / 693 3518
Ábyrgðaraðili Nýhafnar fasteignasölu er Lárus Ómarsson löggiltur fasteignasali.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 82.900.000kr
 • Fasteignamat 95.000.000kr
 • Brunabótamat 67.460.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús
 • Bygginarár 1941
 • Stærð 264m2
 • Herbergi 9
 • Svefnherbergi 7
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 3
 • Eldhús 2
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 3
 • Skráð á vef: 11. september 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

34 m² 1977

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Samtún
 • Bær/Borg 105 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 105
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Lárus Ómarsson
Lárus Ómarsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum