Samanburður á eignum

Heiðmörk, Selfossi

Heiðmörk 3, 800 Selfossi
39.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 10.09.2019 kl 20.51

 • EV Númer: 2825811
 • Verð: 39.900.000kr
 • Stærð: 152.3 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 1
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1953
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Domus fasteignasala og Ársæll Ó. Steinmóðsson lgfs s:896-6076 kynna í einkasölu fallegt og reisulegt 152,3 fm einbýli á 2 hæðum á rólegum og skjólsælum stað að Heiðmörk 3 á Selfossi. Húsið er 122,3 fm og sérstæður bílskúr er 30 fm. Stór og gróinn garður er við húsið ásamt malarbílaplani. úr hjónaherbergi er útgengt á nv-svalir. Húsið er báurjárnsklætt að utan. Steyptur stigi er á milli hæða.

Að sögn seljenda var neðri hæðin var nýlega mikið endurnýjuð. Skipt var um eldhúsinnréttingu og tæki. Uppþvottavél og ísskápur eru innfelld og fylgja með. Bæði nýleg. Veggir voru pússaðir niður í stein og endurmálaðir frá grunni. Á gólfum á neðri hæð er mjög vandað harðparket frá Húsasmiðjunni og nýlegar flísar í anddyri. Veggir á efri hæð voru hreinsaðir af veggfóðri og unnir niður og endurmálaðir frá grunni fyrir 4 árum.

Skipt var um járn á þaki fyrir ca 8 árum og er komið að málun á því. Ljósleiðari er kominn í húsið. Hitagrind var endurnýjuð 2009 og settur forhitari. Búið er að endurnýja rafmagn að stórum hluta á neðri hæð. Einnig hafa horn og fleira verið lagað á efri hæð. 

Mjög góð staðsetning rétt hjá ánni og er stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í næsta nágrenni út á stofnbraut. Golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er stutt frá.

Stutt lýsing: Neðri hæð: Anddyri, herbergi, opið rými, stofa, borðstofa, eldhús og þvottahús. Efri hæð: 3 svefnherbergi, baðherbergi og lítil geymsla. Bílskúr er sérstæður. Góður gróinn garður.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri 
er með nýlegum flísum og skáp.
Hol er með nýlegu harðparketi á gólfi.
Herbergi með nýlegu harðparketi á gólfi.
Opið rými með nýlegu harðparketi á gólfi. Er nýtt fyrir fristkistu o.fl. Möguleiki að loka og gera að herbergi.
Stofa/borðstofa er björt með nýlegu harðparketi á gólfi. Sprunga í einu gleri. 
Eldhús er með nýlegri ljósri innréttingu með innfelldum ísskáp og uppþvottavél sem fylgja með. Nýlegur bakaraofn í vinnuhæð og helluborð. Nýlegt harðparket á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi og þar einnig salerni og handlaug. Útgengt á litla verönd.
Efri hæð:
Gangur er með pl.parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er með skáp og pl.parketi á gólfi. útgengt á nv-svalir.
2x barnaherbergi eru rúmgoð og með pl.parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi. Baðkar með sturtu. Ljós innrétting og innfelldir upprunalegir skápar.
Bílskúr er 30 fm. með vinnuborði og hitaður með frárennsli frá húsi.

Góð eign á skjólsælum og góðum stað á Selfossi. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Vegna góðrar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum til sölu og til leigu. Frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna í síma  896-6076 og bókaðu tíma.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi – 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5 – 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 39.900.000kr
 • Fasteignamat 31.150.000kr
 • Brunabótamat 38.550.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1953
 • Stærð 152.3m2
 • Herbergi 6
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 10. september 2019
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

30 m² 1963

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Heiðmörk
 • Bær/Borg 800 Selfossi
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 800
 • Land: Iceland

Flettingar

Hafðu samband

Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Bakkatjörn, Selfossi

49.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 180.2

Einbýlishús, Einbýlishús með aukaíbúð

Eggert Maríuson

3 dagar síðan

49.900.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 180.2

Einbýlishús, Einbýlishús með aukaíbúð

3 dagar síðan

Til söluLaus straxVið mælum með
Til söluLaus straxVið mælum með

Mánavegur, Selfossi

49.700.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 175.5

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

49.700.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 175.5

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

Til sölu
Til sölu

Birkivellir, Selfossi

46.900.000kr

m²: 180.1

Einbýlishús

Viðar Böðvarsson

2 vikur síðan

46.900.000kr

m²: 180.1

Einbýlishús

2 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Nauthólar, Selfossi

51.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 156.5

Einbýlishús

Óskar H Bjarnasen

3 mánuðir síðan

51.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 156.5

Einbýlishús

3 mánuðir síðan