Komið er inn í anddyri með fallegum náttúruflísum og fatahengi, Þrjú góð svefnherbergi eru í bústaðnum og parket á öllum, geymsluloft er yfir einu herbergjanna. Snyrting er með flísum á gólfi, sturtuklefa og hurð út á sólpall. Stofa og eldhús eru í opnu rými með mikilli lofthæð, þar er parket á gólfi , viðarinnrétting er í eldhúsi. Frá stofu er útgengt á stóran pall er nær einnig meðfram húsinu beggja megin og þar er einnig skjólveggur. Miðsvæðis er rúmgott hol með náttúruflísum á gólfi og er gegnt upp á svefnloft þaðan, svefnloftið er mjög rúmgott og er parketlagt gólf á því og opnanlegur gluggi. Kalt vatn og rafmagn, steypt gólfplata og hiti í gólfum. Stórir sólpallar og er heitur pottur á skjólsælum neðri palli. Afar fallegt umhverfi er í kring um bústaðinn, kjarri vaxið svæði með einstöku útsýni og er óheft útsýni niður á Skuggafoss í Langá og til Snæfellsjökuls. Góðar vegasamgöngur og er hægt að komast í bústaðinn allt árið.
Fallegt hús og smekklegur frágangur. Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir í s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Skoða allar myndir