Skrifstofuhúsnæði á annarri hæð í álklæddu húsi á fínum stað ofan Sundahafnar. Fallegt útsýni að hluta. 7 góðar skrifstofur/herbergi, eldhúsaðstaða, salernisaðstaður og tveir salir. Laust við kaupsamning.
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 223-2371, nánar tiltekið eign merkt 02-02. Eignin er skráð 614,9 fm.
Nánari lýsing: Gengið inn í húsið á hlið þess. Bjartur stigapallur með dúk á gólfi. Rúmgóð parketlögð skrifstofa með millilofti. Fremri skrifstofa, móttaka þar fyrir framan. 6-7 aðarar skrifstofur með parketi á gólfi. Tveir stórir salir með parketi á gólfum, annar gluggalaus. Yfir hluta húsnæðisins er milliloft. Eldhús með hvítri innréttingu, tvær snyrtingar, þvottaherbergi og sturtuherbergi. Húsið er álkætt og er mjög gott útsýni úr húsinu að Esju og út á sjó.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@fstorg.is og/eða Hafliði lögg.fasteignasali í síma 846-4960 eða netfangið Haflidi@fstorg.is
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún er við skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5 – 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.