Íbúð 202 er skráð 134,7 fm. og fylgir íbúðinni 13,8 fm suður svalir. Íbúðin er 4ra herbergja auk rúmgóðs fjölskyldurýmis (sem gæti talist 5. herbergið) ásamt geymslu og þvottahúss innan íbúðar. Birt stærð íbúðar skv. FMR er 131,1 fm. en eigninni tilheyrir einnig geymsla í kjallara, birt stærð 3,6 fm auk stæðis í bílakjallara. Eignin afhendist strax.
Skipulag: Komið er inn anddyri sem er hluti af opnu rými sem samanstengur af stofu og eldhúsi. Á hægri hönd er gangur með góðum fataskápum. Á ganginum er fyrst gengið inn í geymslu innan íbúðar. Því næst er baðhefbergi, þrjú rúmgóð svefnhergi, öll með fataskápum auk rúmgóðs fjölskyldurýmis. Í opna rýminu er stofa/borðstofa og eldhús. Eldhús er með fallegri innréttingu með eyju. Eldhús er opið inn í rúmgóða stofu og borðstofu en einnig er gengið inn í þvottahús með gluggum. Úr stofu er útgengt á stórar suðursvalir. Í húsinu eru tvær sameiginlegar hjóla- og vagnageymslur.
Í kjallara er 31 fm geymsla með gluggum sem hægt er að kaupa sér með einni íbúð og nýta t.d. sem aukaíbúð eða annað.
Frágangur: Á gólfum íbúða er harðparket frá Parka, að frátöldum votrýmum þar sem á eru flísar. Innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og herbergjum eru frá framleiðandanum GKS. Gólfhiti er í íbúðum. Stjórntæki er tengt gólfhitakerfi og þráðlaus skynjari við hverja hurð. Sameign og lóð skilast fullfrágengin. Húsið er steinsteypt og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með álklæðningu og timbri.
Húsið stendur handan götunnar við nýjan leik- og grunnskóla, Helgafellsskóla. Frábært útsýni er úr öllum íbúðum og þá sérstaklega efri hæðum. Stutt er í ósnortna náttúru Helgafellsins sem og Álafosskvosina sem er ein af perlum Mosfellsbæjar.
Nánari upplýsingar veita:
Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Óskar H. Bjarnasen lögg. fasteignasali í síma 691-1931 eða ohb@miklaborg.is
Ásgrímur Ásmundsson hdl. og löggiltur fasteignasali í s. 865-4120 eða asi@miklaborg.is
Friðrik Stefánsson hdl. síma 616-1313 eða fridrik@miklaborg.is
Skoða allar myndir