Fasteignaland kynnir:
Heimatún í landi Múlakots í Fljótshlíð. Glæsilegt sumarhús með bílskúr.
Fasteignaland kynnir: Sumarhús í Heimatúni í landi Múlakots. Um er að ræða 113 fm hús auk 36,2 fm geymslu sem nýtt er sem bílskúr. Samtals 148,2 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Húsið stendur á 12.640 fm lóð og var byggt árið 2007. Jörðin eru í eigu hlutafélags sem eru í eigu 70 aðila. Á jörðinni er flugvöllur. Í þessu húsi er steypt plata með hitalögn sem tengd er við hitatúpu og hitakútur er fyrir neysluvatn. Hitastýringar eru á veggjum. Stór sólpallur með girðingu/skjólgirðingu og heitum potti (rafmagnspottur).
Lýsing á eign: Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. Þrjú herbergi með parketi á gólfi. Tvö með góðu skápaplássi. Tvö baðherbergi, annað með flísum á gólfi, fallegri hvítri innréttingu og sturtuklefa. Útgengi er úr baðherbergi út á sólpall. Hitt er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu og sturtu. Stofan er tvískipt L-laga með parketi á gólfi, góðri lofhæð og kaminu. Útgengi út á sólpall. Eldhúsið er með parketi á gólfi, fallegri hvítri innréttingu og vönduðum tækjum. Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu og tengi fyrir þvottavél, útgengi út á verönd.
Milliloft er yfir einu herbergi í austurenda hússins.
Bílskúr: Skráð sem geymsla og er 36,2 fm með góðri lofhæð og steyptri plötu.
Húsið er vel um gengið með glæilegu útsýni yfir fljótshlíðina.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda er um kr. 35.000 á ári.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Hilmar Jónasson, löggiltur fasteignasali s. 695-9500, netfang: hilmar@fasteignaland.is
Skoða allar myndir