Fasteignaland kynnir:
Lambhagi, Syðri-Reykir, 801 Selfoss. Hitaveita, steypt plata heitur pottur.
Fasteignaland kynnir: Sumarhús við Lambhaga á Syðri-Reykjum, Bláskógabyggð. Um er að ræða 101,6 fm hús auk millilofts og var byggt árið 2006. Á lóðinni er geymsla ca. 9 fm. Lóðin er 4.900 fm leigulóð og er búið að planta talsverðu af trjógróðri. Stór sólpallur með skjólveggju og færanlegum skjólvegg. Þetta er hitaveitusvæði og í þessu húsi er steypt plata með hitalögn í. Hitastýringar eru á veggjum.
Húsið skiptist: Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Geymsla með flísum á gólfi. Stofa með góðri lofthæð, parketi á gólfi, vönduðum lokuðum arni og útgengi út á sólpall. Eldhúsið er með parketi á gólfi, fallegri viðarinnréttingu, eyju og sambyggðri eldavél með keramikhelluborði. Stór eldhúskrókur. Herbergisgangur er með parketi á gólfi. Tvö herbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, fallegri viðarinnréttingu, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Milliloft: Gott milliloft með parketi á gólfi og opnanlegu fagi.
Geymsluskúr: Á lóðinni er geymsluskúr ca. 9 fm fyrir garðáhöld.
Stór sólpallur með girðingu og skjólgirðingu. Heitur pottur. Á lóðinni er lítil göngubrú yfir í hlutar lóðar þar sem búið er að gróðursetja talsvert og setja upp eldstæði og garðhúsgögn. Leiktæki eru á lóðinni.
Góð aðkoma og næg bilastæði.
Möguleiki er að fá búslóð með í kaupum á eigninni.
Þetta er falleg og vel um gengin á vinsælum stað með afarvíðsýnu útsýni.
Lóðarleiga og heitt vatn er um kr. 180.000 á ári. Leigusamningur er til 25 ára.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Akstur frá Reykjavík ca. 1 klst.
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali s. 897 4210 netfang: halldor@fasteignaland.is