Samanburður á eignum

Stekkjarholt, Akranesi

Stekkjarholt 20, 300 Akranesi
38.500.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 21.03.2020 kl 15.31

 • EV Númer: 3781441
 • Verð: 38.500.000kr
 • Stærð: 126 m²
 • Svefnherbergi 2
 • Baðherbergi: 1
 • Byggingarár: 1953
 • Tegund: Opið hús, Til sölu

OPIÐ HÚS 25. mars 2020 kl 16:00 til 16:30

Mikið endurnýjuð eign, bæði hið ytra og hið innra. Stór bílskúr og sólríkur garður. Stutt í alla þjónustu.

Stekkjarholt 20, neðri sérhæð í fallegu 2-býli á þessum rólega stað (botnlangagata), rétt við nýja miðbæinn.  Húsið hefur mikið verið endurnýjað hið ytra, m.a. þak, þakkantur einangrun, gluggar, gler og steining.  Utanhússviðgerðum lauk 2011.  Hið innra hefur íbúðin nánast alveg verið endurnýjuð á liðnum árum, m.a. gólfefni, innréttingar og tæki, innihurðir og raflagnaefni.  Þá hafa ofnlagnir og ofnar einnig verið endurnýjaðir, endurbótum hið innra lauk 2009.

Nánari lýsing:  Komið er um sérinngang á flísalagða forstofu.  Frönsk hurð á hol/gang sem er parketlagður.  Af forstofunni er nýlega standsett baðherbergi, flísalagt, með sturtuþili, glugga og vegghengdu salerni.  Af ganginum eru tvö parketlögð svefnherbergi og skápar og borðinnrétting í öðru þeirra.  Stofan er parketlögð, björt og með útgangi í fallegan suðurgarð.  Af stofu er flísalagt eldhús, nýlega standsett, með fallegri ljósri viðarinnréttingu, keramik helluborði og innbyggðum bakarofni og örbylgjuofni með stáláferð.  Einnig er innbyggð uppþvottavél og ísskápur sem fylgja.  Flísar á milli efri og neðri skápa og borðkrókur í eldhúsi.  Þvottahús er sameiginlegt með efri hæðinni. 

Lóð hússins sem snýr á móti suðri og er afar sólrík, hefur verið skipt upp á milli hæðanna með skjólvegg og hefur neðri hæðin eystri hlutann og efri hæðin þann vestri til sérafnota.  Hellulögð verönd, heitur pottur og tvær markísur á bílskúr fylgja (önnur rafstýrð).  Plan fyrir framan bílskúr er nýlega frágengið og þar eru hitalagnir til staðar sem eftir er að tengja í bílskúrnum.  Hann er afar rúmgóður, ca. 10 metrar á lengd og 4 metrar á breidd.  Vatn, hiti rafmagn, skolvaskur og hurðaropnari í bílksúr.  Einnig gönguhurð í hann af verönd í garðinum. 

Stutt í alla verslun og helstu þjónustu. 

Íbúðin er laus strax.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. í síma 894-7070 eða á bjorn@midborg.is 

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 38.500.000kr
 • Fasteignamat 33.600.000kr
 • Brunabótamat 33.890.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Bygginarár 1953
 • Stærð 126m2
 • Herbergi 3
 • Svefnherbergi 2
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 1
 • Skráð á vef: 21. mars 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

40 m² 1973

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Stekkjarholt
 • Bær/Borg 300 Akranesi
 • Svæði: Vesturland
 • Póstnúmer 300
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar