Samanburður á eignum

Klettatröð, Reykjanesbæ

Klettatröð 10, 262 Reykjanesbæ
310.000.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 25.03.2020 kl 22.40

 • EV Númer: 3803813
 • Verð: 310.000.000kr
 • Stærð: 1335.1 m²
 • Byggingarár: 1992
 • Tegund: Atvinnuhúsnæði
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun ehf., Andri Sigurðsson og Júlíus Jóhannsson Löggiltir fasteignasalar (s: 690 3111 / andri@landmark.is / 823 2600 / julius@landmark.is) og félagsmenn í Félagi fasteignasala kynna: Eignin er Klettatröð 10 er skráð sem verbúð samkvæmt Þjóðskrá Íslands (en er nýtt í dag sem gistiheimili) á tveimur hæðum með 45 herbergjum sem eru í útleigu. Samtals er eignin skráð 1335,1 fm. Eignin er járnbent og staðsteypt. Botnplata og veggir eru eingangraðir. Útveggir pússaðir og málaðir. Gluggakarmar út tré og með opnanlegum fögum í öllum herbergjum. Þak er klætt með hefbundnu bárujárni. Þakrýmið er eitt brunahólf þar sem plast er ofan á steinsteyptri plötu. Milliveggir eru almennt einangraðir stálstoðsveggir klæddir með gipsi, aðrir veggir eru steyptir. Eignin er tengd hitaveitu og er kynding hennar með veggofnum.   

EIGNIN SELST MEÐ LEIGUSAMNINGI TIL 100 MÁNAÐA – GÓÐAR LEIGUTEKJUR – ARÐBÆR FJÁRFESTING – STERKUR LEIGUTAKI

Ástand eignarinnar mjög gott og hefur hún verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum. Nýleg gólfefni eru á allri eigninni og þak er nýlega endurnýjað. Skipt hefur verið um gler í gluggum víðsvegar í eigninni. Lóðin er að mestu malbikað bílaplan og bakatil er lóð frágengin. 

Lýsing herbergja og innanstokksmuna: Stærð herbergja er eftirfarandi: 42 herbergi eru frá 19 fm til 19,6 fm og þrjú herbergi eru 38,6 fm, þessi 3 stærri herbergi eru á jarðhæð með aðgengi fyrir fatlaða og eru baðherbergin í þeim einnig útbúin sem slík. Í herbergjunum 45 eru tvö einbreið rúm, salerni og sturta, fatahengi og vinnuborð. Öll herbergin eru með harðparketi á gólfum. 

Sameiginleg rými: Í húsinu eru þrjú sameiginleg rými, eldhús, setustofa og þvottahús.
* Eldhúsið er búið þremur eldavélum, sem eru með fjórum hellum og einum ofni hver. Einnig vaskur, örbylgjuofn, borð, stólar og sjónvarp. Nýlegt parket er á eldhúsi. 
* Í setustofu eru sófar og sófaborð og í setustofu er nýlegt teppi á gólfi. 
* Í þvottahúsi eru sjö þvottavélar, þar af ein iðnaðarvél og þrír þurrkarar, þar af einn iðnaðarþurrkari, en þessar vélar anna auðveldlega fullmönnuðu húsi. 

Anddyri hússins er flísalagt. Það er háhraða internet í húsinu sem allir íbúar geta notað. Lyklarkerfi þar sem húsnæðið var notað undir Hótel áður. 

Allar nánari upplýsingar veita og bókun á skoðunartíma: 

Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Júlíus Jóhannsson Löggiltur fasteignasli í síma 823 2600 eða julius@landmark.is
 

 

Við á LANDMARK fasteignamiðlun fylgjum fyrirmælum sóttvarnarlæknis og gerum allt hvað við getum til að draga úr smithættu og hægja á útbreiðslu COVID-19.

Að því sögðu verðum við ekki með opin hús á meðan samkomubannið er í gildi en hægt er að bóka skoðun hjá hverjum og einum fasteignasala. Símanúmer og netföng okkar allra má finna á www.landmark.is.

Við sýningar erum við alltaf með hanska og spritt fyrir okkur og alla okkar viðskiptavini.

Með kveðju, starfsfólk LANDMARK

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 310.000.000kr
 • Fasteignamat 105.350.000kr
 • Brunabótamat 298.100.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Atvinnuhúsnæði
 • Bygginarár 1992
 • Stærð 1335.1m2
 • Herbergi 45
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Sagt-i-lagi
 • Skráð á vef: 25. mars 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Klettatröð
 • Póstnúmer 262
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Andri Sigurðsson
Andri Sigurðsson
5124900690-3111
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar