Samanburður á eignum

Bergstaðastræti, Reykjavík

Bergstaðastræti 22, 101 Reykjavík
79.000.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 08.04.2020 kl 10.55

 • EV Númer: 3820710
 • Verð: 79.000.000kr
 • Stærð: 129.8 m²
 • Svefnherbergi 1
 • Baðherbergi: 1
 • Byggingarár: 1905
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, mjög mikið endurnýjað og virkilega "sjarmerandi" um 100,0 fermetra einbýlishús að mestu á einni hæð og með mjög mikilli lofthæð í stofurými á þessum eftirstótta og fallega stað í Þingholtunum.  Húsið stendur á endurnýjaðri lóð með tveimur bílastæðum, stétt og verönd með hitalögnum undir og fallegri tyrfðri afgirtri lóð með gróðri.

Eignin var verulega mikið endurnýjuð árið 2009.  Þá var m.a. skipt um klóaklagnir undir húsi og út í götu, allar raflagnir og rafmagnstöflu, neysluvatnslagnir og settar gólfhitalagnir í stærstan hluta hússins auk þess sem ofnalagnir á efri hæð voru endurnýjaðar.  Á sama tíma var húsið einnig mikið endurnýað að utan.  M.a. var skipt um borð í þaki, einangrun, þakpappa og þakjárn auk þess sem húsið var lagfært og málað.  Drenlagnir voru lagðar í kringum húsið á sama tíma.  

Lýsing eignar:
Forstofa, með mikilli lofthæð og fatahengi.  Úr forstofu er mjög fallegur viðarstigi upp á pall sem er yfir stofu.
Stofur, rúmgóðar og bjartar með gluggum í þrjár áttir, um 4,5 metra lofthæð og mjög falleg kamína.  Hlaðnir málaðir upprunalegir steinveggir á tvær hliðar og viðarklæddur veggur á gafli.  Mjög fallegir viðarbitar eru í loftum.
Eldhús, rúmgott og með fallegum gamaldags sérsmíðuðum innréttingum með gashelluborði og ofni frá SMEG og innbyggðum ísskáp og frysti í innréttingu. Viðarklæðning og flísar á milli skápa. Eyja með viðborðplötu á stálfæti.  Tengi er fyrir þvottavél í innréttingu í eldhúsi.
Gangur, gengið niður eitt þrep úr eldhúsi á gang sem er með útgengi á yfirbyggða verönd og þaðan á lóð.
Baðherbergi, með rennihurð við gang og tveimur nýlegum þakgluggum.  Mosaiklagt gólf og veggir flísa- og panellagðir. Vaskskápur með frístandandi vaski á og vegghengt wc með kassa í vegg.  Stór mosaik- og flísalögð sturta með þakglugga yfir og stálprófílum með gleri í við baðherbergi.  Flísalagt sæti í sturtu og tæki felld inn í vegg. 
Svefnherbergi, rúmgott og með rennihurð við gang.  Fataskápar á heilum vegg, sérsmíðaðir í gömlum stíl.   

Gengið er upp á inni svalir úr forstofu um mjög fallegan viðarstiga.

Svalir, með handriði við stofu og horft niður í hana.  Þetta rými hefur verið nýtt sem vinnuaðstaða, en hægt væri að stúka af lítið herbergi ef vill.  Af inni svölum er hægt að fara út um glugga "flóttaleið" á svalir til norðurs, vesturs og austurs. 

Lóðin, er mjög falleg og var öll endurnýjuð árið 2009.  Innkeyrsla, stétt og verönd fyrir framan húsið er úr hoggnu grjóti og með hitalögnum undir.  Tyrfð flöt með gróðri og girðing í kringum húsið á lóðarmörkum.

Húsið að utan var mjög mikið endurnýjað árið 2009 og er í góðu ástandi.  

Staðsetning eignarinnar er góð á hornlóð á eftirstóttum stað í Þingholtunum. 

Eignin er skráð 129,8 fermetrar að stærð skv. Fasteignaskrá Íslands, en er í raun minni þar sem gólf yfir stofu hefur verið fjarlægt og lofthæð í stofu því aukin verulega.  Húsið er því í dag tæplega 100 fermetrar að stærð.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, í síma 570-4500 eða á netfanginu gtj@fastmark.is

Eftirfarandi upplýsingar um eignina má m.a. finna á vefnum:

Bergstaðastræti 22 er gamall steinbær í Reykjavík. Bærinn er einnig nefndur Miðgrund og Sigurbjargarbær. Bærinn stendur á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs. Byggingarár bæjarins er talið 1893 og fyrsti eigandi var Sigurbjörg Sigurðardóttir ekkja. Gatan Bjargarstígur heitir eftir Sigurbjörgu, en húsið stendur einmitt á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs.

Sagt er að bær þessi hafi í upphafi borið nafn fyrsta eiganda síns, Sigurbjargar Sigurðardóttur ekkju, en fljótlega fékk hann nafnið Miðgrund. Talið er að Bjargarstígur hafi verið nefndur eftir þessari konu, en húsið stendur á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs.

Árið 1896 var búið að byggja skúr úr bindingi við norðurgafl hússins og árið eftir var húsið hækkað og sett á það brotið þak.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 79.000.000kr
 • Fasteignamat 63.600.000kr
 • Brunabótamat 30.470.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1905
 • Stærð 129.8m2
 • Herbergi 3
 • Svefnherbergi 1
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Nylegar
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 8. apríl 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Geymsla

40 m² 1951

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Bergstaðastræti
 • Bær/Borg 101 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 101
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Guðmundur Th. Jónsson
Guðmundur Th. Jónsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Bauganes, Reykjavík

64.900.000kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 91.2

Einbýlishús

Atli S Sigvarðsson

10 mánuðir síðan

64.900.000kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 91.2

Einbýlishús

10 mánuðir síðan

Til söluVið mælum með
Til söluVið mælum með

Grettisgata – TVÆR ÍBÚÐIR, Reykjavík

89.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 158

Einbýlishús, Einbýlishús með aukaíbúð

Andri Sigurðsson

3 vikur síðan

89.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 3m²: 158

Einbýlishús, Einbýlishús með aukaíbúð

3 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Hringbraut, Reykjavík

98.000.000kr

Herbergi: 8 Baðherb.: 2m²: 250.1

Einbýlishús

Jason Ólafsson

3 mánuðir síðan

98.000.000kr

Herbergi: 8 Baðherb.: 2m²: 250.1

Einbýlishús

3 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Sólvallagata, Reykjavík

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 3m²: 416.7

Einbýlishús

Jason Ólafsson

1 ár síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 3m²: 416.7

Einbýlishús

1 ár síðan

Til sölu
Til sölu

Sóleyjargata, Reykjavík

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 8 Baðherb.: 8m²: 308.1

Einbýlishús

Svan G Guðlaugsson

3 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 8 Baðherb.: 8m²: 308.1

Einbýlishús

3 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Óðinsgata, Reykjavík

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 7 Baðherb.: 4m²: 318.4

Einbýlishús

Axel Axelsson

12 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 7 Baðherb.: 4m²: 318.4

Einbýlishús

12 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Skólavörðustígur, Reykjavík

110.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 210

Einbýlishús

Þröstur Þórhallsson

6 dagar síðan

110.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 210

Einbýlishús

6 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Sólvallagata, Reykjavík

139.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 233.4

Einbýlishús

Jason Ólafsson

2 mánuðir síðan

139.000.000kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 2m²: 233.4

Einbýlishús

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Laugavegur, Reykjavík

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 2m²: 148.2

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 2m²: 148.2

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Til sölu
Til sölu

Lindargata, Reykjavík

139.000.000kr

Herbergi: 11 Baðherb.: 4m²: 289.1

Einbýlishús

Jason Ólafsson

10 mánuðir síðan

139.000.000kr

Herbergi: 11 Baðherb.: 4m²: 289.1

Einbýlishús

10 mánuðir síðan