Samanburður á eignum

Logafold, Reykjavík

Logafold 101, 112 Reykjavík
94.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 06.05.2020 kl 14.11

 • EV Númer: 3905519
 • Verð: 94.900.000kr
 • Stærð: 246.6 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Parhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir fallegt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Logafold. Samkvæmt þjóðskrá er eignin skráð 246,6 fm og þar af er bílskúr 50,8 fm. Samkvæmt teikningu eru 3 svefnherbergi á fyrstu hæð og er hægt að breyta stúdíóíbúðinni aftur í þessi herbergi.Nánari upplýsingar veitir Axel Axelsson, lgf, í síma 778 7272 / axel@miklaborg.is

Komið er inn í forstofu með dökkum flísum á gólfi og rúmgóðum fataskáp með viðar og sprautulökkuðum hurðum. Inn af forstofu er komið inn í hol með ljósu parketi á gólfi. Úr holi er gengið upp hringstiga upp á aðra hæð eignarinnar og einnig inn í stúdíóíbúð á jarðhæð.

Neðri hæð: Stúdíó íbúð með sérinngangi, eldhús er með ljósum innréttingum og flísum á gólfi. Baðherbergi er með upphengdu salerni, innréttingu og sturtuklefa og eru flísar á gólfi. Stofan er rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi.

Efri hæð: Stofa, borðstofa, eldhús, hjónaherbergi, fataherbergi, og baðherbergi. Stofan er rúmgóð og björt með ljósu parketi á gólfi, arinn er í stofu. Úr stofu er útgengt á rúmgóðar austur svalir. Svalagólfið var nýlega flotað og svalaveggur sprungulagaður. Eldhúsið er rúmgott, ljósar flísar eru á gólfi, innréttingin er með góðu geymslu- og skúffuplássi. Flísar eru á milli efri og neðri skápa og tengi er fyrir uppþvottavél í innréttingu. Samkvæmt teikningu var búr/þvottahús inn af eldhúsi en núverandi eigendur hafa breytt því í fataherbergi.  Hjónaherbergi er mjög rúmgott með ljósu parketi á gólfi og fataherbergi með rúmgóðum fataskápum. Baðherbergið á efri hæð er nýlega uppgert og er flísalagt í hólf og gólf, baðherbergisinnréttingin er með góðu skúffuplássi, upphengt salerni og sturtuklefi. Hiti er í gólfi baðherbergis.

Bílskúrinn er snyrtilegur og er skv. Þjóðskrá 50,8 fm. Úr bílskúrnum er útgengt bæði austan og vestan við húsið. Austan við húsið er lítið áhaldahús með rafmagnshita. Norðan við húsið er mjög  rúmgóður sólpallur með tengi fyrir rafmagnshitapotti og á sólpalli er köld geymsla. Einnig er lítið gróðurhús á lóð við sólpallinn.

Samkvæmt teikningu eru  svefnherbergi á fyrstu hæð og er hægt að breyta stúdíóíbúðinni aftur í herbergi með lítilli fyrirhöfn með því að setja létta veggi.

Snjóbræðsla er í plani. Húsið stendur á stórri lóð og lóðin nýtist mjög vel. Húsið hefur fengið gott viðhald, búið er að flota, sprungulaga og mála húsið þar sem það þurfti. Samkvæmt eiganda var skipt um nánast allt gler á efri hæð. Nýlega voru lokar á ofnum endurnýjaðir. 

Nánari upplýsingar veitir Axel Axelsson, lgf, í síma 778 7272 / axel@miklaborg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 94.900.000kr
 • Fasteignamat 84.750.000kr
 • Brunabótamat 80.550.000kr
 • Tegund Parhús
 • Stærð 246.6m2
 • Herbergi 6
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 6. maí 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Logafold
 • Bær/Borg 112 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 112
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Axel Axelsson
Axel Axelsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Hrísrimi, Reykjavík

74.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 200.5

Parhús

Jason Kristinn Ólafsson

1 ár síðan

74.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 200.5

Parhús

1 ár síðan

Til sölu
Til sölu

Leiðhamrar, Reykjavík

77.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 149.5

Parhús

Friðrik Þ Stefánsson

7 mánuðir síðan

77.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 149.5

Parhús

7 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Laufrimi, Reykjavík

78.900.000kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 160.5

Parhús

Ólafur Finnbogason

2 mánuðir síðan

78.900.000kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 160.5

Parhús

2 mánuðir síðan

Til sölu

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 227.4

Parhús

Jórunn Skúladóttir

1 ár síðan

84.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 227.4

Parhús

1 ár síðan