Samanburður á eignum

Kirkjuvegur, Vestmannaeyjum

Kirkjuvegur 43, 900 Vestmannaeyjum
39.900.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 09.11.2020 kl 14.15

 • EV Númer: 3926855
 • Verð: 39.900.000 kr
 • Stærð: 214.8 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1940
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Allt fasteignir og Fasteignasalan Eldey, sími 481-1313 Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum kynna eign í tvíbýli að Kirkjuvegi 43 í Vestmannaeyjum.  Eignin er 214.8 m2 að stærð.  Eignin er byggð úr steini árið 1940.  
Allar nánari upplýsingar veitir Dísa Kjartansdóttir, s: 481-1313 & 861-8901. 

Efsta hæð hússins var öll einangruð og klædd að utan með lituðu áli ásamt því að allir gluggar nema franski glugginn, sem var nýlegur, voru endurnýjaðir í húsinu.  Gólf á efri svölum var steypt uppá nýtt.  Öll aðalhæðin var ennfremur tekin í gegn sem og inngangur í húsið.  Nýtt gólfefni var lagt á alla aðalhæðina og nýir ofnar.  Skipt var um innihurðar á neðri hæðinni, hurðarnar á efri hæðinni voru hvítlakkaðar og líta vel út.  Búið er að skipta um flesta tengla í húsinu.  Þetta var allt gert fyrir örfáum árum af fagmönnum. Eignin er einstaklega björt og skemmtileg og kemur verulega á óvart.  Staðsetningin er frábær, stutt í bæinn en einnig mikið næði.  Útsýnið er mikið til allra átta.  Þessi eign getur hentað stækkandi fjölskyldum, sem og fólki sem vil hafa rúmt í kringum sig og búa nálægt miðbænum.  Eign á einstaklega góðu verði með tilliti til stærðar og því sem búið er að gera fyrir hana, frábærlega rúmgóð og einkar björt með óviðjafnalegu útsýni.  Þú þarft ekki málverk eftir fræga listamenn af Heimakletti ef þú átt þessa íbúð, þar sem listin bókstaflega flæðir inn um alla glugga algjörlega ókeypis.  Sjón er sögu ríkari.   

Skiptingin er svohljóðandi: 
Aðkoma:  Snyrtileg aðkoma.  Nýleg hvít útidyrahurð.
Anddyri: flísar á gólfi, fatahengi og lítið rými með aðstöðu fyrir útiföt og skó. 
Hægt er að ganga út í garð frá anddyri/þvottahúsi.  Snúrur eru í garði.
Stigi uppá aðalhæð: fallegur stigi með parketi og handriði með rústfríu stáli, falleg viðarþrep sem búið er að pússa upp og lakka.  Stór og nýlegur langur gluggi. Bjart stigahús.
Aðalhæð: 
Hol: Rúmgott hol með nýlegu harðparketi sem flæðir um alla hæðina. Nýlegir ofnar á hæðinni.  Gengið er út á litlar svalir úr holi, sem henta vel fyrir grillaðstöðu.  Stór og bjartur franskur gluggi í holi.     
Eldhús: ágætis innrétting með flísum á milli skápa.  Hiti í gólfi.  Nýr gluggi í norður.  Harðparket er á gólfum.
Herbergi 1: Gott herbergi með harðparketi.  Nýlegur gluggi.    
Gestasnyrting:  Nett innrétting.  Flísalagt.
Stofa:  Björt, stór og góð stofa, sem skipt er í borðstofu og stofu.  Harðparket á gólfum.  Nýlegir gluggar, stór horngluggi og gluggi í borðstofu.  Inn af stofu er tvöföld falleg hurð inní þriðju stofuna sem er notuð sem sjónvarpsherbergi.  Nýlegur gluggi og harðparket á gólfi. Nýlegir ofnar á aðalhæðinni.
Stigi upp á efstu hæð:  Fallegur upprunalegur viðarstigi með járnhandriði.  Hátt til lofts og nýlegur langur gluggi. Bjart stigahús.
Efri hæð:   Bjartur gangur, málaður steinn á gólfi.
Herbergi 2: Stórt og bjart herbergi.  Tveir nýlegir gluggar.  Gegnheilt eldra parket á gólfi.  Innbyggðir eldri skápar.
Herbergi 3: Afar stórt, bjart og gott herbergi.  Nýlegur ofn. Stórir innbyggðir eldri skápar. Gegnheilt eldra parket. Nýlegur gluggi og tvöfaldar dyr út á svalir.  Nýbúið að girða svalirnar með rústfríu handriði með lituðu áli.  Allar nýteknar í gegn og gólfið á svölunum flotað. 
Herbergi 4:  Rúmgott og bjart herbergi.  Plastparket á gólfi.  Nýlegur gluggi.  Innbyggðir eldri skápar.
Aðalsnyrting: Eldra baðherbergi, en snyrtilegt.  Baðkar og sturta, snyrtileg innrétting.  Flísalagt í hólf og gólf.  Flísar eru lakkaðar. 
Þvottahús: verið er að græja þvottahús á efstu hæðinni (svefnherbergisálmunni), þá eins er þvottahús á jarðhæð, þar sem hægt er að ganga beint út í garð.    
Innihurðar:  Nýlegar á aðalhæð, upprunalegar en lakkaðar og fínar á efri hæð. 
Garður:  gróinn, fallegur og vel við haldið.  Stór og falleg tré.  Mikil veðursæld.  Stór garðskúr er í garði.  Þvottasnúrur.
Útsýni: er til allra átta og er ótrúlegt sökum hæðar hússins. 
Búið að skipa um allar innihurðar á neðri hæðinni, nema þessa með glerinu inní borðstofu.  Allar innihurðar eru hvítar.
Nýtt svalahandriði er á efstu hæðinni.    
 

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 39.900.000kr
 • Fasteignamat 23.150.000kr
 • Brunabótamat 47.950.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Bygginarár 1940
 • Stærð 214.8m2
 • Herbergi 6
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Endurnyjadar-ad-hluta
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 9. nóvember 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Kirkjuvegur
 • Bær/Borg 900 Vestmannaeyjum
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 900
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Arndís María Kjartansdóttir lfs
Arndís María Kjartansdóttir lfs

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar