Borg fasteignasala og Sigurður Fannar kynna: Um er að ræða 91,0 fm sumarbústað á 10.800 fm eignarlóð auk þess er upphituð 12 fm geymsla og 6 fm kaldur geymsluskúr. Stór timburverönd með skjólveggjum er við húsið. Lóðin er gróin.
Stór innkeyrsla. Húsið er klætt að utan með liggjandi timburklæðningu. Bárujárn er á þaki.
Húsið er upphitað með rafmagnsofnum.
Eignin telur:
Þrjú svefnherbergi, dúklagt baðherbergi með sturtu og þvottavélatengi, gang, og geymslu.
Eldhús með beykiinnréttingu, flísar á milli skápa. Kamína er í eldhúsi.
Stofan er parketlögð. Svalahurð er úr stofu og gangi.
Bústaðurinn er byggður úr timbri í tvennu lagi.
Eldri hlutinn er byggður á símastaurum árið 1999 en yngri hlutinn nokkrum árum síðar á steyptum þverbitum.
Loft eru upptekin í eldri hluta eru þau klædd með panil og viðarþiljum í yngri hluta.
Rekstarkostnaður.
Rafmagn (NOTKUN/KYNDING) að meðaltali – 25þús pr mán.
Landeigandafélag – 12 þús á ári.
Fasteignagjöld 26þús pr mán.
ATH Lóðin er eignarlóð rúmlega 1hektari að stærð.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða siggifannar@fastborg.is
Skoða allar myndir