Samanburður á eignum

Torfufell, Reykjavík

Torfufell 40, 111 Reykjavík
59.900.000kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 22.05.2020 kl 13.06

 • EV Númer: 4016115
 • Verð: 59.900.000kr
 • Stærð: 159.5 m²
 • Svefnherbergi 3
 • Baðherbergi: 1
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1974
 • Tegund: Raðhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Eignin er seld

Landmark fasteignamiðlun kynnir: Fallega og vel skipulagða fimm herbergja 159,5 m2 íbúð í raðhúsi með bílskúr við Torfufell 40 í Reykjavík. Eignin er afar snyrtileg, ytra byrði hússins hefur fengið gott viðhald, heildarútlit og lóð rahúsalengjunnar er til fyrirmyndar. Steyptur gluggalaus kjallari er undir öllu íbúaðarrýminu, opnanlegur hleri er á herbergjagangi með stiga niður. Einnig eru útitröppur niður að kjallara með möguleika á að setja útdyr þannig að beint aðgengi verði að kjallaranum. 

Íbúðarrými er 134,0 m2 (merkt 090101) og bílskúr er 25,5 m2 (merkt 110109) samtals er eignin 159,5 m2 skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 
Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, miðrými, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi (auðvelt að bæta við fjórða), baðherbergi og bílskúr. Stór óskráður kjallari undir íbúðarrými. 
Flísar eru á gólfi í forstofu og baðherberg en parket á öðrum rýmum. Málað gólf í þvottahúsi. Panill er á lofti.

Nánari lýsing: 
Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp. Þaðan er innangengt í þvottahús sem er rúmgott með borði, vaski, innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Komið er inn í miðrými eignarinnar þaðan sem gengið er inn í eldhús, borðstofu, stofu og herbergjagang. Miðrými er tilvalið fyrir sjónvarpshol, tveir stórir þakgluggar eru yfir miðrými og framan við eldhús sem hleypir sérlega góðri birtu inn í húsið. Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu með góðu skáparými, bakarofn í vinnuhæð, keramik helluborði og háf yfir úr burstuðu stáli, ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð. Flísar eru á milli efri og neðri skápa og gott vinnuborð við enda innréttingar sem hægt er að sitja við. Stofa og borðstofa er björt og afar rúmgóð, þaðan er útgengi í fallegan suðurgarð sem er í góðri rækt, næst húsinu er hellulögð verönd og skjólveggur. Við miðrými, norðan megin er stórt herbergi með tveimur hurðum (voru áður tvö herbergi og auðvelt að breyta aftur), panill á vegg og lofti. Komið er inn á herbergjagang, þar er opnanlegur hleri í gólfi með stiga niður í kjallara sem er með góðri lofthæð, hann skiptist í þrjú rými með opið er á milli. Baðherbergi er mjög rúmgott, það er flísalagt í hólf og gólf, með salerni, hvítri innréttingu með mjög góðu skáparými, baðkari og sér sturtu. Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum, þaðan er útgengi í garð. Barnaherbergi er við hlið hjónaherbergis. Bílskúr er úti í götu við vesturgafl, mjög snyrtilegur, með heitu og köldu vatni, nýlegri bílskúrshurð með rafdrifnum hurðaopnarar ásamt gönguhurð. 

Um er að ræða fallegt og afar snyrtilegt fimm herbergja íbúð í raðhúsi með bílskúr á góðum stað við Torfufell í Reykjavík. Kjallari undir öllu íbúðarrými býður upp á ýmsa notkunarmöguleika. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali / leigumiðlari, s: 823 2600, julius@landmark.is
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali / leigumiðlari, s: 823 2800, monika@landmark.is
 

Við á LANDMARK fasteignamiðlun fylgjum fyrirmælum sóttvarnarlæknis og gerum allt hvað við getum til að draga úr smithættu og útbreiðslu COVID-19.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 59.900.000kr
 • Fasteignamat 55.200.000kr
 • Brunabótamat 53.500.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Raðhús
 • Bygginarár 1974
 • Stærð 159.5m2
 • Herbergi 5
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Astand-ekki-vitad
 • Hæðir í húsi 1
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 22. maí 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

26 m² 1980

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Torfufell
 • Bær/Borg 111 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 111
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Júlíus Jóhannsson
Júlíus Jóhannsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Völvufell, Reykjavík

59.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 153.5

Raðhús

Andri Sigurðsson

30 mínútur síðan

59.900.000kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 153.5

Raðhús

30 mínútur síðan

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Vesturberg, Reykjavík

57.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 175.7

Raðhús

57.900.000kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 175.7

Raðhús

Til sölu
Til sölu

Rjúpufell, Reykjavík

60.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 156.3

Raðhús

Atli S Sigvarðsson

7 mánuðir síðan

60.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 156.3

Raðhús

7 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Hólaberg, Reykjavík

56.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 124.6

Raðhús

Friðrik Þ Stefánsson

6 mánuðir síðan

56.900.000kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 124.6

Raðhús

6 mánuðir síðan