Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21 í Reykjavík s. 533-4040 kynnir til sölu atvinnuhúsnæði við Skipholt 35 og 33 í Reykjavík. Traustir leigusamningar við sama fyrirtæki sem gilda til ársins 2029.
Heildarstærð er; 2.890,0 fm. Í Skipholti 35 eru alls sjö matshlutar og í Skipholti 33 er einn matshluti. Leigutaki er Reykjafell ehf.
Lýsing. Um er að ræða vöruhúsnæði, verslunar- og söluskrifstofur og skrifstofuhúsnæði. Allir matshlutarnir eru í mjög góðu ástandi og henta rekstri fyrirtækisins vel.
Báðar fasteignirnar eru í mjög góðu ástandi og hafa fengið gott viðhald. Góðar lóðir fylgja eignunum og aðkoma sérlega góð.
Um er að ræða sölu á félaginu, en eina eign einkahlutafélaginu eru framangreindar fasteignir, en einnig er hægt að semja um að fasteignirnar verði seldar út úr einkahlutafélaginu.
Varðandi frekari upplýsingar og skoðun á eignunum eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Dan Wiium lögmann og lögg. fasteignasala í síma 896-4013 eða dan@kjoreing.is eða Jón Bergsson lögmann og lögg. fasteignasala í síma 777-1215 eða jon@kjoreign.is
Skoða allar myndir