Samanburður á eignum

Miðstræti, Vestmannaeyjum

Miðstræti 5a, 900 Vestmannaeyjum
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 23.06.2020 kl 19.55

 • EV Númer: 4154390
 • Stærð: 239.4 m²
 • Svefnherbergi 8
 • Byggingarár: 1908
 • Tegund: Einbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

 

Lögheimili Eignamiðlun kynnir í einkasölu eitt fallegasta hús landsins, Hól, Miðstræti 5a Vestmannaeyjum.
Húsið var byggt 1908 og er í dag rekið að hluta til sem Gistiheimili. Gistiheimilið inniheldur 3 herbergi og 2 stúdíóbúðir.
Í hinum hluta hússinn er þriggja herbergja íbúð með sér inngangi. Lýsing gistiheimilis: Komið er inn í fallegan flísalagðan stigagang. Herbergi 1 og 2 á þessarri hæð. Á sömu hæð er flísalagt baðherbergi með sturtu. Gengið er upp teppalagðan stigann upp á aðra hæð og þá er herbergi 3 til vinstri og íbúðirnar (herbergi 4 og 5) til hægri. Öll herbergi eru parketlögð og innihalda handlaug. íbúðirnar hafa sér baðherbergi, flísalagt með sturtuklefa. Stærsta íbúðin er með eldhúskrók og svölum. Fallegt útsýni er til fjalla.
Lýsing íbúð: Komið er inn í litla forstofu. Þaðan er gengið inn í stórt rými með nýju opnu IKEA eldhúsi á vinstir hönd og sjónvarpsholi til hægri. Innann af sjónvarpsholinu er lítið salerni. Öll efri hæðin er parketlögð. Beint áfram frá inngangi er viðarstigi niður á ganga á neðri hæð sem inniheldur 2 svefnherbergi, stórt baðherbergi með sturtu, þvottahús og geymslu. Hægt er að ganga út úr kjallara um litlar dyr sem staðsettar eru undir aðalinngangi gistiheimilisins. Húsið er vel þekkt í Eyjum. Stjörnugjöf er mjög góð á booking.com (8,9). Gistihúsið er vel markaðsett og rekstrinum fylgir allt markaðsefni, samfélagsmiðlasíður, falleg heimasíða með eigin bókunarvél ásamt ýmsu öðru tengdt markaðssetningu á netinu.
Gistiheimilið selst með öllu innbúi. Að sögn seljanda var ráðist í algjörar endurbætur innanhúss árið 2017-18 þar sem öllum raf- vatns- og fráveitulögnum var skipt út.
Gistirýmið var innréttað samkvæmt stöðlum til reksturs gisiheimilis. Má þar nefna einangrun brunahólfa, brunakerfi og flóttaleiða. Unnið er stöðugt að frekari endurbótum og frágangi hússins að öðru leyti. Afhendingartími er umsemjanlegur. Seljandi er tilbúinn að skoð uppítöku á annarri eign. Þetta er tiIvalið tækifæri að eignast fallegt hús og halda áfram með góðan rekstur í hjarta Vestmannaeyja þar sem stutt er í alla þjónustu, veitingastaðir og afþeyingu. Hóll er hús sem vekur aðdáun og eftirtekt allra sem það skoða. 

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Bergmann Löggiltur Fasteigna og skipasali í síma 630- 9000 og tölvupóstur: heimir@logheimili.is Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 13 ára starfi við fasteignasölu á Íslandi. Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum í sölu- eða leigumeðferð. Hringdu núna í síma 630-9000 og pantaðu tíma fyrir þína eign.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ábyrg þjónusta í áratug. Lögheimili Eignamiðlun var stofnuð 2007. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 32.850.000kr
 • Brunabótamat 55.450.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús
 • Bygginarár 1908
 • Stærð 239.4m2
 • Herbergi 10
 • Svefnherbergi 8
 • Stofur 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 3
 • Skráð á vef: 23. júní 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Miðstræti
 • Bær/Borg 900 Vestmannaeyjum
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 900
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Heimir Bergmann
Heimir Bergmann

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar