Húsið er byggt 2009. Vandað var til alls í hönnun og efnisvali. Húsið er á steyptum sökklum og ysta L-ið í húsi er einnig steypt og kvarsað að utan. Húsið er með hallandi þaki og mikilli lofthæð, að innan um 3,4 m. Í loftum er Braselískur rósaviður og hefur verið hönnuð lýsing til þess að viðurinn njóti sín sem besta, því er óbein lýsing á viðinn. Arinn í stofu er einstaklega fallegum og veitir rýminu einstaka stemningu, hægt er að loka eldstæði með gleri. Gólfsíðir gluggar í húsinu setja mikinn svip á húsið.
Svefnherbergin eru á sér gangi. Svefnherbergin eru 3, hjónaherbergið er með gólfsíðum gluggum og rennihurð út á pall, þar sem heiti potturinn er. Góðir skápar í hjónaherberginu. Barnaherbergin eru björt og falleg herbergi. Baðherbergið er gengið inn í úr holi. Baðherbergið er með glugga og eru veggir flísalagður. Á baði er góð snyrti aðstaða, þar er sturta og skápur undir handlaug en spegill fyrir ofan.
Geymsluskúr við lóðarmörk er um 15 FM að stærð sem nýttur er sem dótakassi. Einnig er geymsla við húsið sem er um 12 FM með steyptum gólfum m/gólfhita.
Allir innanstokksmunir geta fylgt ef óskað er að undanskildum persónulegum munum og húsgögnum í stofu (sófi, sófaborð, hliðar borð og Wassily stólar). Hjónarúmið getur fylgt en þau voru keypt fyrir ári en það er heilsudýna. Einnig er svefnsófinn nýlegur og getur fylgt.
Starfrækt er sumarhús eigenda félag á svæðinu, félag Sumarhúsaeigandi að Vatnshólum og Lækjarbraut. Húsið er á leigulóð og er samningurinn til 25. ára í senn. Um 10 ár er eftir af leigulóðarsamninginum. Vatnsgjaldið er kr. 77.599.-. Rafmagnið er greitt mánaðarlega en það er um 6. Þúsund kr. Framkvæmdir standa yfir við Brúará, en þar á að endurbyggja brúna og tvöfalda veginn sem verður malbikaður.
Um er að ræða einstaklega fallegt hús, þar sem vandað hefur verið til efnisvals og hönnunar. Einnig hefur verið vandað til staðsetningar þar sem útsýnis nýtur við og mikil tenging við náttúruna. Sannkölluð paradís fyrir stór-fjölskylduna. Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 – 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kau
Skoða allar myndir