Um er að ræða til sölu á Ljósafossskóla í Grímsnes og Grafningshreppi ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber þ.m.t. tilheyrandi lóðarréttindum, í heildina er um að ræða gistiheimili, íþróttahús, ásamt þremur einbýlishúsum, eignunum fylgja um 8 hektarar lands.
Gistiheimili samtals 700,4 fm. Um er að ræða steinsteypt hús, klætt að utan, kjallari og tvær hæðir, byggt árið 1947, nánar tiltekið er um að ræða gistiheimili með samtals tuttugu herbergi. Kjallari: Í kjallara eru fimm herbergi, eitt fjögurra-manna og þrjú tveggja-manna. Auk þess er sameiginleg eldhúsaðstaða, ásamt tveimur salernum sturtu og geymslu. Jarðhæð: Gengið er upp tröppur að utanverðu og komið inn í rúmgott anddyri, á hæðinni er móttaka, sex herbergi, þrjú fjögurra-manna og þrjú tveggja-manna. Auk þess eru tvö salerni ásamt sturtu. Önnur hæð: Á hæðinni eru samtals níu herbergi, eitt fjögurra-manna og átta tveggja-manna. Auk þess eru á hæðinni tvö salerni ásamt sturtu, ræstingu, línherbergi og setustofu. Stigahús á milli hæða er rúmgott og snyrtilegt.
Ástand eignarinnar; að innan er ástand nokkuð gott, búið er að endurnýja gólfefni að hluta með parketi, mála og innrétta öll herbergi fyrir rekstur gistiheimilis. Kominn er tími á vihald / endurnýjun á klæðningu utanhúss.
Gistiheimili (íþróttasalur) samtals 557 fm. Um er að ræða hús byggt úr límtré, byggt árið 1994, húsið er klætt að utan með sléttu járni og báru. Húsið er í góðu ástandi að utan og er vel við haldið. Húsið er byggt sem íþróttahús. Komið er inn í rúmgott anddyri, gott aðgengi að íþróttasal sem er með góðri lofthæð auk þess er um að ræða búningsklefa ásamt sturtu aðstöðu, ræstingu og þvottaaðstöðu. Húsið er að hluta á tveimur hæðum, á efri hæð er eldhús og matsalur sem hefur verið nýttur undir matsal, gólfefni eru dúkur. Ástand eignarinnar að innan og utan er nokkuð gott, eigninni er vel við haldið og er snyrtileg.
Einbýlishús 147,2 fm. ásamt bílskúr 28 fm. samtals 175,2 fm.
Um er að ræða einbýlishús ásamt bílskúr, byggt árið 1967, timburhús, klætt að utan með timburklæðningu. Komið er inn um anddyri með geymslu og salerni. Inn af anddyri tekur við svefnherbergisgangur og stofa. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi ásamt baðherbergi. Einnig er um að ræða þvottahús, eldhús og rúmgóða stofu. Ástand eignarinnar er nokkuð gott, eigninni er vel við haldið og er snyrtileg. Innréttingar eru að mestu upprunalegar.
Einbýlishús 134,8 fm.
Um er að ræða einbýlishús, byggt árið 1975, timburhús, klætt að utan með sléttri klæðningu. Komið er inn um anddyri, inn af því tekur við svefnherbergisgangur og stofa. Í húsinu eru sex svefnherbergi ásamt baðherbergi. Einnig er um að ræða baðherbergi, þvottahús, eldhús og rúmgóð stofa. Ástand eignarinnar er mjög gott, eigninn hefur öll verið innréttuð og endurbætt að innan.
Einbýlishús 134,8 fm.
Um er að ræða einbýlishús, byggt árið 1975, timburhús, klætt að utan með sléttri klæðningu. Verið er að innrétta húsið á sama hátt og húsið við hliðina.
Komið verður inn um anddyri, inn af því mun taka við svefnherbergisgangur og stofa. Í húsinu munu vera sex svefnherbergi ásamt baðherbergi. Einnig er gert ráð fyrir baðherbergi, þvottahúsi, eldhúsi og rúmgóðri stofu. Ástand eignarinnar, húsið er tilbúið til innrettinga, þarfnast endurbóta.
Eignirnar eru til sýnis eftir nánara samkomulagi.
Tilvísunarnúmer 09-1296 / 30-4876
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is/mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm. 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Magnús Gunnarsson lögg. leigumiðlari gsm. 764 2000 magnusgunn@fasteignamidstodin.is
Skoða allar myndir