Samanburður á eignum

Mosamói, Selfossi

Mosamói 10, 801 Selfossi
55.000.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 13.08.2020 kl 13.24

 • EV Númer: 4427692
 • Verð: 55.000.000 kr
 • Stærð: 237.7 m²
 • Byggingarár: 2011
 • Tegund: Sumarhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Borg fasteignasala 519-5500 kynnir til sölu – 

Einstaklega vandað og vel byggt 237,7 fm steinsteypt frístundarhús sem skiptist í íbúðarhús 86,3 fm, gestahús 30 fm  og  121,4 vinnurými í kjallara. Húsið stendur á 10.000 fermetra eignarlóð að Mosamóa í landi Þórisstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einungis um klukkustunda akstur frá höfuðborgarsvæðinu og u.þ.b. hálftíma akstur á Selfoss. Þá er örstutt frá húsinu í Reykholt í Biskupstungum þar sem alla helstu þjónustu er að finna sem og í Skálholti og Laugarás. Frábær útivistarsvæði eru í nágrenninu, stutt í veiði, sundlaugar og golf. Þá liggur staðsetninginn vel við Gullna hringnum og þjóðgarðinum á Þingvöllum sem býður upp á góða möguleika á því að leigja húsið út til ferðamanna.
 
Húsið er allt steinsteypt, einangrað að innan og utan með viðhaldsfrírri klæðningu. Hringinn í kringum bæði húsin er rúmlega 134 fm timbur verönd á steyptum stöplum. Vandaðar gegnheilar viðarhurðir í öllum dyrum.
 
Íbúðarhús:
Stofa: Samliggjandi stór og björt stofa/borðstofa með fallegu útsýni til fjalla. Falleg kamína. Dyr út á pall.
Eldhús: Eldhús samliggjandi stofu með góðri innrétting með stórum ísskáp, veggofni, gaseldavél og uppþvottavél.
Svefnherbergi 1: Hjónaherbergi rúmgott og bjart með miklu skápaplássi og gluggum á tvenna vegu.
Svefnherbergi 2: Svefnherbergi einnig rúmgott og bjart með stórum gluggum.
Baðherbergi: Baðherbergi með sturtu þaðan sem gengið er út á verönd að heita pottinum.
Þvottahús: Gengið er frá verönd að þvottahúsinu sem er með vandaðri og rúmgóðri viðarinnréttingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Granít flísar á öllum gólfum og gólfhiti í öllum rýmum.
 
Gestahús:
Fokhelt að innan með tvennum dyrum og stórum gluggum. Gert ráð fyrir einu eða tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Kominn gólfhiti í húsið.
 
Kjallari:
Vinnurými: Stórt og opið vinnurými með aukinni lofthæð, sem notað hefur verið sem smíðaverkstæði. Stórir gluggar með stórum opnalegum fögum. Fjöldi rafmagnstengla. Stórar innkeyrsludyr.
Studíó herbergi: Innan af vinnurými er rúmgott svefnherbergi með baðherbergi með sturtu og eldhúskrók með vandaðri innréttingu. Granít flísar á gólfum.
 
Gólfhiti í öllum rýmum í kjallara sem er hálfniðurgrafinn.
 
Verönd:
Stór timburverönd reist á steyptum stöplum liggur kringum allt sumarhúsið. Á skjólsælum stað á veröndinni er heitur pottur undir skyggni með fallegu útsýni til Hestfjalls. Tvennar tröppur eru upp á veröndina
 
Lóð:
Landið er þýft með næringaríkum jarðvegi sem gerir skógrækt auðvelda. Búið er að planta öspum á lóðarmörkum auk birki- , reyni og grenitrjá í landinu. Við innganginn að íbúðarhúsinu er rúmgott hringtorg sem gerir aðgengi á bílum mjög gott. Þá er breiður vegur að húsinu og innkeyrslan að vinnurými kjallara er einnig breið þannig að auðvelt er að koma t.d. vélsleðum og ferðavögnum í geymslurými. Fyrir utan girðingu er bílastæði fyrir allt að 3 bíla.
 
Einstaklega vel hannað og vandað hús með mikla möguleika fyrir stór fjölskylduna.

Nánari upplýsingar:  
Bragi Björnsson lögmaður og aðstoðarmaður fasteignasala í síma: 863-0088 og Börkur Hrafnsson, löggiltur fasteignasali í síma 892-4944 eða borkur@fastborg.is
hjá BORG fasteignasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Mosamói
 • Bær/Borg 801 Selfossi
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 801
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Börkur Hrafnsson
Börkur Hrafnsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Hraunborgir, Selfossi

TILBOÐ ÓSKAST

Sumarhús

Elsa Björg Þórólfsdóttir

7 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Sumarhús

7 mánuðir síðan

Til sölu

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 77.6

Sumarhús

Jórunn Skúladóttir

1 ár síðan

46.900.000 kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 77.6

Sumarhús

1 ár síðan

Til sölu
Til sölu

Efsti-Dalur lóð , Selfossi

21.900.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 56.6

Sumarhús

21.900.000 kr

Herbergi: 2 Barðh.: 1m²: 56.6

Sumarhús

Til sölu
Til sölu

Þingvellir sumarhús, Selfossi

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 7m²: 94.1

Sumarhús

Jón Guðmundsson

1 ár síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 7m²: 94.1

Sumarhús

1 ár síðan

Til sölu
Til sölu

Klausturhólar C-Gata, Selfossi

28.900.000 kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 91

Sumarhús

Sigurður Fannar Guðmundsson

8 mánuðir síðan

28.900.000 kr

Herbergi: 4 Barðh.: 1m²: 91

Sumarhús

8 mánuðir síðan