Á vefsvæði Austurhafnar er að finna upplýsingar um um allt er viðkemur byggingu og umhverfi. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna utan blautrýma (baðherbergi og þvottahús), sem eru flísalögð. Sérsmíðaðar innréttingar úr amerískri hnotu frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations eru í eldhúsi, baðherbergjum og fataskápum auk annarra fastra innréttinga. Kvarts borðplötur verða við eldhúsvask, en borð yfir eldhúseyju verður klætt marmaraflísum. Almennt er íbúðunum skilað með fullbúnu eldhúsi, með tækjum af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofn, innbyggð uppþvottavél, ísskápur, vaskur og blöndunartæki. Snjallheimiliskerfi er í öllum íbúðum, sem gerir íbúum kleift a stýra lýsingu heimilisins, hitastigi, gluggatjöldum, sjónvarpi o.fl.
Athugið að innimyndir eru teknar úr sýningaríbúð 307 v. Austurhöfn og endurspegla ekki endilega þá íbúð sem hér er kynnt heldur frekar sýndar til að gefa betri mynd af innréttingum og ásýnd íbúða.
Íbúð 515 er á fimmtu og sjöttu hæð og nýtur útsýnis til miðbæjar og fallegan inngarð Austurhafnar. Íbúðin er skráð 126,2 fm og er 13,5 fm geymsla í kjallara. Komið er inn í rúmgóða forstofu sem leiðir inn til stofu/eldhús. Til hliðar við forstofu er baðherbergi með sturtu og rými fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi er með fataskáp. Frá forstofu er gengið inn í alrými með stóru eldhúsi með eldunareyju. Útgengt er á 9 fm svalir sem snúa í suður. Innan íbúðar er stigi uppá efri hæð. Efri hæðin er skráð 48,5 fm og skiptist í stofu, baðherbergi, svefnherbergi og fataherbergi. Íbúðin hefur aðgang að bílageymslu sem ekið er í frá innkeyrslu Hörpu og einnig Hafnartorgs.