Samanburður á eignum

Hafnarbraut, Dalvík

Hafnarbraut 2b, 620 Dalvík
22.800.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 21.11.2020 kl 09.09

 • EV Númer: 4584588
 • Verð: 22.800.000 kr
 • Stærð: 102.2 m²
 • Svefnherbergi 2
 • Baðherbergi: 1
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 1924
 • Tegund: Parhús, Parhús á tveimur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Parhús á tveimur hæðum með sérafnotarétti og sjávarútsýni við Hafnarbraut 2b á Dalvík.  Húsið er skráð 102,2 fm og er með 2 svefnherbergjum. 
Árið 1995 var húsið allt endurnýjað nema útveggir. Öll einangrun, klæðningar, þak, raflagnir, vatns- og hitalagnir, skólplagnir, gluggar og gler.

Lýsing eignar:
Gengið er á jarðhæð inn um sérinngang. Komið inn á gang með flísum á gólfi og gólfhita. Til hægri er gengið inn í geymslu með flísum á gólfi og gólfhita. 2 svefnherbergi eru á hæðinni bæði með parketi á gólfi og lausum skápum sem fylgja. Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi og gólfhita, stórum sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gengið er upp timburstiga á efri hæðina. Eldhús með innréttingu á 2 veggjum, efri og neðri skápar, borðkrókur við glugga. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Fallegt útsýni frá hæðinni yfir sjóinn og fjöllin. Frá stofu er gengið út á svalir sem snúa yfir sérgarð. Hann er að hluta til steyptur með snjóbræðslu og þaðan er gengið út á grasbala.  Aðkoma að húsinu er steypt með snjóbræðslu.
2018: sólpallur steyptur og lögð snjóbræðsla, stigi smíðaður af svölum niður á sólpall. Skipt um jarðveg í lóðinni og hún þökulögð og smíðaður skjólveggur fyrir lóð og sólpall. Þakrennur voru endurnýjaðar.

Staðsetning og nærumhverfi:
Dalvíkurbyggð er barnvænn bær þar sem ýmis þjónusta og afþreying er í boði fyrir börn. Byggðasafnið á Dalvík er staðsett í Hvoli við Karlsrauðatorg og er fræðandi og skemmtilegt safn. Einnig er bókasafn, Berg menningarhús, Leikfélag Dalvíkur og margt annað skemmtilegt sem er hægt að gera. Einn grunnskóli er á Dalvík en 2 í Dalvíkurbyggð.  Á Dalvík eru leikskólinn Krílakot .  Framhaldsskólar í Eyjafirði: Menntaskólinn á Tröllaskaga , Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri , Myndlistaskólinn á Akureyri. 

Á Dalvík er haldin árlega fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð. Skíðasvæði Dalvíkur er í Böggvisstaðafjalli. Boðið er upp á skíðaæfingar á svæðinu. Einnig er ýmis ferðaþjónusta í boði í Dalvík og ýmsar afþreyingar s.s. sund, byggðasafn, hestaferðir, gönguferðir, golf, þyrluskíðun, hvalaskoðun og fl. þá verða ýmsir viðburðir í gangi í allt sumar og ættu allir að geta fundið afþreyingu og skemmtun við sitt hæfi.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402

Húsaskjól fasteignasala – af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis?  Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 22.800.000kr
 • Fasteignamat 17.250.000kr
 • Brunabótamat 28.600.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús á tveimur hæðum
 • Bygginarár 1924
 • Stærð 102.2m2
 • Herbergi 3
 • Svefnherbergi 2
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 1
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Rafmagn Astand-ekki-vitad
 • Hæðir í húsi 2
 • Íbúð er á hæð 2
 • Skráð á vef: 21. nóvember 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Hafnarbraut
 • Bær/Borg 620 Dalvík
 • Svæði: Norðurland
 • Póstnúmer 620
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar