Nánari lýsing íbúðar:
Sér inngangur er inní íbúðina af svölum. Komið er inná neðri hæð íbúðar. Í forstofu eru svartar náttúruflísar. Úr forstofu er komið inní aðalrými íbúðar. Eldhús, stofa og borðstofa eru í aðalrými. Stigi er upp á efri hæð íbúðar. Plankaparket er á mest allri íbúðinni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með tengi fyrir þvottavél og þurkara.
Eldhús: Rúmgóð innrétting og stór gaseldavél með háf. Borðkrókur er útfrá innréttingu. Innfeld uppþvottavél fylgir með íbúðinni og í innréttingu er rými fyrir tvöföldan ísskáp.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Góð innrétting með góðu skápaplássi. Upphengt klósett og hornbaðkar með sturtu. Góður opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Aðalrými: Opið og rúmgott aðalrými með góðum gluggum, sem er opið inní eldhús og inná gang. Timbur stigi er af gangi/eldhúsi upp á efri hæð íbúðar.
Efri hæð: Parket er á allri hæðinni. Þrjú góð barnaherbergi og eru tvö þeirra að hluta til undir súð. Fataskápar eru í tveimur barnaherbergjanna. Hjónaherbergi er stórt með fataskápum.
Samantekt: Hér er um að ræða glæsilega 5-6 herbergja íbúð með sér inngangi. Íbúðin var endurnýjuð að miklu leyti, c.a. 2006. Þak endurnýjað 2010. Í sameign, kjallara er góð 11,9 fm geymsla sem fylgir íbúðinni, og tvö góð herbergi sem og inntaksherbergi sem eru sameign. Bakgarður er í sameign, að hluta til hellulagt og að hluta til gras og falleg tré.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- ohb@miklaborg.is
Skoða allar myndir