NÁNARI LÝSING :
Inngangur er sameiginlegur. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og þvottaherbergi.
Komið er inn í forstofu með fataskáp og flísum á gólfi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í sama opna rýminu með parketi á gólfi. Útgengt er á rúmgóðar svalir frá stofu. Eldhús er með ofni, helluborði, gufugleypi og ísskáp sem fylgir með í kaupunum. Tengi fyrir uppþvottavél er í eldhúsi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, vaskinnréttingu, upphengdu salerni og baðkari með sturtu. Svefnherbergi er með stórum fataskáp og parketi á gólfi. Þvottaherbergi er innan íbúðar með skápum, skolvaski og flísum á gólfi. Eigninni fylgir sérgeymsla í kjallra (6,9 fm).
Nánari upplýsingar veita:
Ásgrímur Ásmundsson, lögmaður og lgf. í síma 865-4120 eða asi@miklaborg.is
Skoða allar myndir