Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Hafnarbraut 24, Neskaupstað
Mjög rúmgott einbýli með aukaíbúð og möguleika á annari aukaíbúð. Heildarstærð 222,6 fermetrar.
Einnig er möguleiki á innbyggðum bílskúr á kostnað stofunnar sem er það stór að hún leyfir það..
Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.
Um er að ræða 2 hús sem eru tengd saman með rúgóðri tengibyggingu sem er í dag hluti af mjög stórri stofu.
Eldra húsið er byggt 1930 en það nýrra 1996.
Aukaíbúðin er á efri hæð hússins sem er nær götunni og er sér inngangur í hana.
Í raun er innangengt milli íbúðanna en dyraopinu hefur verið lokað en auðvelt að opna aftur.
Verði gerð önnur aukaíbúð verður hún líka með sér inngangi.
Aðalíbúðin í húsinu er mjög rúmgóð og skemmtileg og er með 2 inngöngum og sólpalli framan við annan innganginn þar sem er gengið beint inn í eldhúsið.
Eldhúsið er mjög rúmgott og með stórri innréttingu. Breitt op er úr eldhúsinu inn í stóra stofu sem er á 2 pöllum. Inngangur í húsið er á nerði pallinum og einnig 1 svefnherbergi.
Á efri pallinum er auk stofunnar og eldhússins rúmgott svefnherbergi, nýlegt baðherbergi með góðri sturtu og þvottahús inn af baðherberginu.
Úr eldhúsinu er góður stigi upp á efri hæðina sem er í dag að mestu eitt rými, þó er búið að stúka af eitt geymsluherbergi.
Í þessu rými væri hægt að gera aukaíbúð eða bæta herbergjum við íbúðina. Hæðin er undir súð og er panelklædd.
Flísar eru á öllum gólfum á neðri hæðinni.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.